�??Ástæðan fyrir því að ég fór í framboð til nemendaráðs er sú að ég hef virkilegan áhuga á þessu en þetta er þetta jafnframt annað árið mitt í nemendaráði hér við FÍV. �?g tók einnig eitt ár í svipuðu starfi þegar ég var í skiptinámi í Bandaríkjunum,�?? segir formaðurinn Friðrik Magnússon í samtali við Eyjafréttir. Friðrik á svo sem ekki langt að sækja áhugann því báðir bræður hans, faðir og föðurbróðir hafa allir fengið verðlaun fyrir afburðar starf í nemendaráði og segist Friðrik líta mikið upp til þeirra.
Er þetta skemmtilegt? �??Já, þetta er mjög skemmtileg, ég er virkilega ánægður með að hafa tekið þessa ákvörðun. �?g mæli með þessu fyrir alla, maður lærir mjög margt og fær tækifæri til að láta rödd sína heyrast ef maður hefur hugmyndir að breytingum til hins betra. Auk þess ertu umkringdur skemmtilegu fólki og lærir hluti sem munu nýtast þér í framtíðinni,�?? segir Friðrik.
Aðspurður hvaða viðburðir hafa verið fyrir nemendur á þessu skólaári þylur Friðrik upp langan lista af hinni ýmsu afþreyingu. �??Við héldum tvö böll sem heppnuðust vonum framar. Íþróttaviðburðirnir voru einnig vel sóttir, þar má nefna FÍV Cup (fótboltamót), blakmót, ping pong mót og FIFA mót. Á þessum viðburðum komu krakkarnir saman og myndaðist mikil stemning. Við fengum sömuleiðis nokkra fyrirlesara í skólann og tóku krakkarnir vel í það. Svo má ekki gleyma kvikmyndakvöldi sem �?li Bjarki kvikmyndaséní setti upp. Í dag vinnum við svo hörðum höndum að því að skipuleggja árshátíðina sem verður um miðjan febrúar og að plana íþróttaviðburði sem Landsbankinn hefur stutt við bakið á okkur í og viljum við nýta tækifærið til að þakka þeim fyrir,�?? segir formaðurinn.
Dugleg að taka þátt í því sem er í boði
Hvernig finnst nemendum félagslífið í skólanum almennt vera? Eru þeir duglegir að taka þátt í því sem í boði er? �??Krakkarnir hafa alltaf staðið við bakið á okkur og eru svakalega duglegir að mæta á viðburðina okkar sem gerir þetta svo skemmtilegt. �?að er ekkert skemmtilegra en að heyra góð ummæli frá samnemendum sínum en ég hef ekkert slæmt heyrt frá þeim. �?g vona innilega við getum haldið þessu frábæra nemendaráði á sama stalli og það er komið á núna og bætt það enn frekar í samvinnu við nemendur,�?? segir Friðrik.
Hvernig er að vera formaður og á sama tíma útskrifaður úr skólanum? �??�?að er bara svakalega fínt þar sem ég hef mun meiri tíma til að skipuleggja viðburði og tala við artista og annað fólk. �?g var efins með þetta fyrst en eftir að hafa kannað málið hjá öðrum formönnum úr öðrum skólum kom í ljós að þetta er frekar algengt en það er mælt með því að maður sé að taka einn áfanga við skólann eins og ég er að gera.
Kristinn Viðar sem er varaformaður hefur verið duglegur að sjá um atriði upp í skóla þegar ég er ekki á staðnum og verð ég að hrósa honum fyrir vel unnin störf,�?? segir Friðrik sem að lokum vill þakka öllum sem hafa stutt við bakið á nemendafélaginu. �??�?g vil bara þakka öllum þeim sem hafa stutt við bakið á okkur í þessu ferli, þetta er búið að vera svo rosalega gaman. Einnig vil ég hrósa nemendafélaginu og nefndunum fyrir frábært afrek að ná félagslífinu í svona gott stand og að sjálfsögðu nemendunum fyrir allt saman, við hefðum ekki getað þetta án ykkar, þið eruð alveg frábær.�??