1. des. kaffi Líknarkvenna í dag
28. nóvember, 2013
Kvenfélagið Líkn verður með sitt árlega �??1. des. kaffi�?? í Höllinni í dag milli kl. 15.00 og 17.00. Ef að líkum lætur verða kræsingar þær sem Líknarkonur bjóða uppá í hæsta klassa og þjónustan eftir því. Allur hagnaður af kaffisölunni rennur til góðgerðarmála, og þar hefur Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja m.a. notið góðs af. Hægt er að panta í síma 481 3200 eða hjá Guðrúnu Kristmannsdóttur í síma 896 3427. Verðið fyrir börn er kr. 500,- og fyrir fullorðna kr. 1.500,-. Einnig verða Líknarkonur með basar í Höllinni þar sem seld verða ýmiskonar handverk.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst