Svo gæti farið að HS veitur tapi 100 milljónum þar sem fjarvarmaveitan í Vestmannaeyjum er kynt með olíu. �?annig hefur það verið síðan 1. mars og verður hugsanlega út apríl en Landsvirkjun hefur skrúfað fyrir rafmagn til veitunnar vegna lélegs vatnsbúskapar á hálendinu. �?etta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en þar er jafnframt haft eftir Ívari Atlasyni, tæknifræðingi hjá HS veitum í Vestmannaeyjum að óhjákvæmilega muni þetta bitna á notendum í Eyjum. Olíukyndingin sé fimm til sex sinnum dýrari en ótryggða orkan sem HS veitur hafa fengið hjá Landsvirkjun að sögn Ívars. Engin ákvörðun hafi hins vegar tekin varðandi breytingu á gjaldskrá fyrirtækisins.
�??�?að er grátlegt að þurfa að keyra hitaveituna á olíu, það eyðir gjaldeyri þjóðarinnar og mengar,�?? segir Ívar í samtali við Morgunblaðið en bætir því við að vonandi breytist aðstæður á hálendinu svo hægt verði að hefja sem fyrst notkun innlendra orkugjafa.
Fjarvarmaveitan var áður hraunhitaveita þar sem hitinn í hrauninu frá 1973 var nýttur til húshitunar.