Lögreglan stöðvaði í vikunni ökumann vegna gruns um að hafa verið undir áhrifum áfengis en alls hefur lögreglan í Vestmannaeyjum stöðvað 14 vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Það er helmingsfjölgun frá því í fyrra því á sama tíma 2010 hafði lögreglan stöðvað 7 vegna gruns um sama brot. Árið 2009 voru þeir 11 á sama árstíma en lögreglan hefur áhyggjur af þessari fjölgun. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar sem má lesa hér að neðan.