Veður var til umræðu í morgunþætti Bylgjunnar. �?ar var gefin sú skýring, að ef fólk vildi setja vindhraða í samhengi við aksturshraða bíla væri reikniformúlan: vindhraði x 4 – 10%. Ef þessi formúla er notuð á vindhraðann á Stórhöfða eins og hann var mestur á sunnudaginn þá lítur hann svona út: 46 metrar á sekúndu x 4 = 184 – 10% =165,60 kílómetrar á klukkustund og mesta vindhviðan, sem var 56 metrar á sekúndu hefði þá verið á 202 kílómetra hraða á klukkustund.