Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu þrátt fyrir að fjöldi manns hafi verið í bænum vegna Orkumótsins í knattspyrnu sem haldið var í vikunni. �?á fór skemmtanahald helgarinnar fram með ágætum og fá útköll á öldurhús bæjarins. Alls liggja fyrri 18 kærur vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna og var í flestum tilvikum um ólöglega lagningu ökutækis að ræða.
Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og þá var einn ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis.