18 ára stúlka sló jafnöldru sína með glerflösku í höfuðið
14. febrúar, 2011
Tvö fíknefnamál komu upp í vikunni en í báðum tilvikum lagði lögreglan hald á kannabisefni. Í fyrra tilvikinu fundust um 30 gr. af maríjúana við leit í herbergi á gistiheimili í bænum en í hinu tilvikinu fundust 4 gr. Bæði málin teljast uplýst. Þá var ein líkamsárás kærð til lögreglunnar þar sem tveimur átján ára stúlkum lenti saman sem endaði með því að önnur sló hina með glerflösku í höfuðið þannig að skurður myndaðist og þurfti að sauma nokkur spor til að loka sárinu. Þetta má lesa í dagbókarfærslu lögreglunnar hér að neðan.