Fjarskiptafyrirtækið Nova, í samvinnu við Samsung, setur upp 200m langa vatnsrennibraut við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum. Brautin verður opin laugardag og sunnudag frá kl. 13 til 17 og er frítt inn fyrir alla. Nova verður einnig með frábæra tónlistardagskrá á 900 Grillhúsi í Eyjum um helgina.
Nauðsynlegt er að taka með sér handklæði en kútar verða á staðnum eins og segir í fréttatilkynningu frá Nova.