Ingi Sigurðsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og starfandi stjórnarformaður Ægisdyra, segir að ríkisstjórnin sé að svíkja gefin loforð með því að slá af göng til Eyja. Félagar í Ægisdyrum, sem barist hafa fyrir jarðgöngum til Eyja, ætla nú að leita leiða til að fjármagna nauðsynlegar rannsóknir.
Ríkisstjórnin tók þá ákvörðun á föstudag að leggja öll áform um jarðgöng milli lands og Vestmannaeyja á hilluna. Ástæðurnar eru mikill kostnaðar og óvissa vegna jarðfræðilegra aðstæðna. Ingi Sigurðsson er verulega svekktur með ákvörðun ríkisstjórnarinnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst