Bæjaryfirvöld í Ölfusi hafa skrifað forsætisráðherra bréf þar sem skorað er á ríkisstjórnina að láta gera stórskipahöfn í Þorlákshöfn. Ekki sé raunhæft að búa til höfn í Bakkafjöru, eins og stjórnvöld hafa ákveðið.
Birna Borg Sigurgeirsdóttir forseti bæjarstjórnar Ölfuss, segir að stórskipahöfn sé meðal annars forsenda fyrir álveri í nágrenni Þorlákshafnar.
Sturlu Böðvarssyni, fyrrverandi samgönguráðherra, líst ekki á hugmyndir bæjaryfirvalda í Ölfusi um stórskipahöfn í Þorlákshöfn í stað hafnar í Bakkafjöru.
Mynd fengin af www.fmis.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst