Umræðan um stöðu samgöngumála eyjanna verður sífellt hærri og hærri og eru samgöngur við eyjarnar farnar að bitna á fyrirtækjum og einstaklingum í eyjum í meira mæli á hverjum degi. Erfitt er að fara í frí nema að vera búinn að bóka ferð með Herjólfi með löngum fyrirvara ef að farið er með bíl upp á land.
Um þjóðhátíðina komust færri að en vildu til eyja og er það til skammar að þjóðhátíðargestir þurfi að koma á miðvikudegi og fara til baka á þriðjudegi fyrir hádegi sem stendur frá föstudegi til aðfaranætur mánudags.
Jarðgöng blásin af
Eftir að sérfræðiskýrsla sem að þingmenn suðurkjördæmis og bæjarstjórn í Vestmannaeyjum óskuðu eftir var gerð opinber ákvað samgönguráðherra að blása af jarðgöng til eyja. Miðað við þær tölur sem voru í þeirri skýrslu þá skil ég að hluta ákvörðun ráðherrans en samt skil ég ekki alveg þá ákvörðun að fara blint af stað með Bakkafjöru.
Ég er engin sérfræðingur í jarðgagnamálum en í langan tíma hef ég verið að vonast eftir þeirri niðurstöðu að jarðgöng væru ekki möguleg. Af hverju ? Jú af því að ég tel að við höfum verið að ræða um þessi jarðgöng í oflangan tíma án þess að fara í það að laga vandamálin sem eru til staðar í dag. Það þarf að laga þau samgönguvandamál sem eru til staðar í dag og við lögum þau ekki með göngum sem verða tilbúinn eftir 5-10 ár.
Hvað er til ráða?
Ég held að eyjamenn, bæjarstjórn og þingmenn suðurkjördæmis þurfi að fara að einblína að vandamálum dagsins í dag og fara í að leysa þau. Ekki ætla ég að fara að finna upp hjólið en ég ætla að leggja til eina hugmynd sem ég held að sé vert að skoða. En það er að fá annað skip sem siglir frá Þorlákshöfn á móti Herjólfi, það skip kæmi til eyja í hádeginum þegar Herjólfur væri í Þorlákshöfn. Þarna erum við að fjölga ferðum um helming á ári hverju. Skipið þarf ekki að geta tekið gáma eins og Herjólfur heldur tæki það eingöngu fólksbíla og þannig myndir öll bílaumferð um Herjólf minnka.
Þingmenn skila auðu.
Í sumar þegar samgönguráðaherra háttvirtur gaf það út að fjölga ætti aukaferðum Herjólfs um 20 á þessu ári en því miður hefur ekki náðst að semja um nema hluta af þessari fjöldun fyrir þetta ár. Sama dag og samgönguráðherra gefur það út að jarðgöng verða ekki rannsökuð meira þá gefur hann það út að fjármagn verði tryggt fyrir 15 aukaferðir fyrir árið 2008, í mínum huga er það fækkun á ferðum Herjólfs miðað við fyrri yfirlýsingar um 20 aukaferðir árið 2007.
Flestir þingmenn suðurlands skiluðu auðu í þessari umræðu og ekkert heyrðist frá þeim sem sitja í stjórnarmeirihluta. Árni Johnsen sagði ekki orð og ekkert hefur hann skilaði inn í umræðu um fjölgun ferða Herjólfs, Lúðvík Bergvinsson þagði, ráðherrar kjördæmisins lögðu ekkert til málanna og eini þingmaðurinn sem sagði eitthvað var Bjarni Harðarson sem getur öskrað hátt vegna setur í minnihluta á Alþingi.
Ég held að það sé jafnstórt vandamál fyrir eyjarnar hversu slappir þessir þingmenn eru og mig grunar að þeir verði jafnmikið vandamál og samgöngurnar eru í dag.
Tjáðu þig á spjallinu
Markmið þessarar hugvekju er að koma af stað skoðanaskiptum á spjallsvæði eyjar.net þar viljum fá hressandi umræðu um málefni lýðandi stundar. www.eyjar.net/spjall endilega kíktu í spjall og taktu þátt þannig komum við okkar skoðunum á framfæri
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst