Magnús Kristinsson útgerðarmaður og eigandi Toyota umboðsins á Íslandi og Jóhann Pétursson formaður ÍBV Íþróttafélags undirituðu í dag styrktarsamning milli handknattleiksdeildar ÍBV og Toyota á Íslandi. Samningurinn er til þriggja ára. Eins og kunnugt er er einnig í gildi samningur milli Toyota og knattspyrnudeildar ÍBV. Þetta mun vera í fyrsta skipti, sem mfl. félagsins bæði í handbolta og fótbolta hafa sama aðalstyrktaraðila.
Samingurinn milli Toyota og Handknattsleikdeildar ÍBV mun vera sá stærsti sem þeir hafa gert sem mun klárlega vera mikil hjálp á komandi tímabili.
Toyota er einnig búið að styrkja Körfuknattleikslið ÍBV og því mun handbolti, fótbolti og körfuboltinn spila með Toyota merkið á búningnum og er ekki annað hægt að segja að Toyota styðji vel við bakið á íþróttahreyfingunni í Vestmannaeyjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst