Eyjar.net heldur áfram að heyra í valinkunnum Eyjamönnum varðandi hvaða möguleika þeir sjá í stöðunni með söluhagnaðinn af Hitaveitu Suðurnesja.
Að þessu sinni heyrðum við í Árna Sigfússyni bæjarstjóra í Reykjanesbæ og fengum að heyra hvað hann leggur til.
Spurningin er sú sama og áður:
Ef þú værir bæjarstjórnin hvað myndirðu leggja til að gert yrði við þessa 3.6 milljarða ?
Ég treysti Elliða bæjarstjóra og meirihluta bæjarstjórnar mjög vel til að nýta þetta fé skynsamlega. Það er ágætt að hafa í huga að þetta mikla fjármagn til Eyja kom ekki af tilviljun. Það þurfti að taka vissa áhættu og sýna festu til að ganga inn í HS á sínum tíma þar sem Guðjón Hjörleifsson leiddi það verkefni. Nú standið þið með mikið fjármagn sem getur vissulega skapað Eyjum sterka stöðu.
Menn hljóta fyrst að meta stöðu skulda og í hvaða tilvikum er skynsamlegt að greiða þær upp og hvar ávöxtun er líkegri til að vera hærri en vaxtakostnaður lána.
Það sem hefur virkað best hjá okkur í Reykjanesbæ til að fá kraft inn í ativinnulífið er að vinna þétt með einkarekstrinum og vera reiðubúin að magna hverja krónu sem við leggjum fram með annarri krónu úr einkarekstri. Það tryggir bæði áhuga einkaaðila á uppbyggingunni, rétta viðskiptahugsun í það sem gert er og ábyrgð þeirra á að framhaldið sé vel unnið.
Samgöngur eru enn lykilatriði sem þarf að leysa. Auðvitað klára menn rannsóknir á jarðgöngum, auðvitað kaupa menn stærri og öflugri Herjólf, og auðvitað hljóta menn að klára Bakkafjöru en ekki sem eina kostinn. Bærinn og einkaaðilar velja forgangsröð, ekki ríkið. Þarna á þó ríkið að koma inn í, ásamt einkaaðilum og sveitarfélaginu.
Þá á tímælalaust að nýta þetta fjármagn m.a. í uppbyggingu á eldgosasýningu, n.k. menningarhúsi, sem verður að vera þannig gert að það dragi að sér heimsathygli, bæði sýningin sjálf og allt eins arkitektúr byggingar. Það þarf að byggja það inn í hraunið eða Heimaklett- æfa borana!! – þora að hugsa lengra!
Allt sem við gerum í Eyjum þarf að skapa sérstöðu þannig að innendir og erlendir ferðamenn komi til að sjá fyrirbærið.
En menn lifa ekki bara á ferðaþjónustu – Það þarf að skapa sterka samstöðu með eigendum þorskkvótans í Eyjum, fiskvinnslan er svo mikilvæg í eyjum að það er ekki út í hött að bærinn sé aðili að einkafyrirtæki sem ver þessa hagsmuni. Ég minni á að þannig hugsum við um HS í dag í Reykjanesbæ. Það þurfti að verja hagsmuni þessa hlutafélags og við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að styrkja stöðu höfuðstöðvanna í heimabyggð og eigum enn ráðandi hlut. Það tókst.
Þetta snýst því ekki allt um að nýta nýfenginn hagnað af sölu HS heldur til að halda áfram af bjartsýni, skynsemi og krafti við að margfalda krónurnar sem lagðar eru í atvinnurekstur af margvíslegri gerð. Það er frábært að finna þennan jákvæða anda frá Elliða, bæjarstjórn og heimamönnum. Það er verið að virkja hann í rétta átt.
Eyjar.net þakkar Árna Sigfússyni kærlega fyrir að gefa sér tíma og svara spurningunni.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst