Lof: Bolur Bolsson öðru nafni Henry Birgir Gunnarsson sem sýndi á glæsilegan hátt fram á réttmæti áður birtrar gagnrýni minnar um kommentakerfi moggabloggsins. Þakka þér. Hann tók það meira að segja fram í höfundardálki að hann hefði ekkert fram að færa en samt … SAMT náði hann efsta sæti á ömurlegasta vinsældarlista allra tíma með því að gaspra þvælu um allar fréttir. Maður hefði nú haldið að einhverjir krónísku kommenta-sauðirnir myndu taka þetta til sín eftir afhjúpun Bolsins.. en nei, nei, þeir eru still going strong. Burt með þetta drasl.. moggabloggið eru nógu ömurlegt fyrir.
Last: Fram fyrir að hleypa KR upp fyrir sig í Landbankadeildinni. Hvernig er hægt að vera fyrir neðan lið sem fékk 1 stig í fyrstu 6 leikjunum? Come on! Ekki það að ég haldi með Fram.. ég var bara loksins farinn að eygja gleðiefni í íslenskum fótbolta.. að “stórveldið” myndi falla. Ég fer fram á að Fram haldi áfram fram á við í framtíðinni og fari fram fyrir KR.
Lof: Maggi Kristins fyrir að vera flottastur og klára sín verkefni með stæl. Hann hefur í það minnsta ástæðu fyrir því að fá sér þyrlu búandi í Vestmannaeyjum sem býður heimamönnum upp á uppbókað baðkar og flug á svipuðu verði og til Danmerkur. Aftur á móti var annar ónefndur þyrlukaupandi víst orðinn lúinn á því að keyra í heilan klukkutíma í bæinn á nýja lúxusjeppanum … í aftursætinu. Greyið.
Last: Ameríkanar í fótbolta . Ekki nóg með að þeir nái þeim einstaka árangri að skjóta í andlitið á sjálfum sér ( sjá hér .. kemur fljótlega ) heldur eru íslenskir fóboltalýsendur að hljóma afskaplega vel miðað við kollega sína vestra. Ég held að Ameríkanar ættu að halda sig við körfubolta og að kjósa heimska menn sem forseta, þeir eru bestir í því.
Lof: Bankarnir fyrir að takast að hafa okkur endalaust að fíflum. Þeir ræna og rupla okkur um hábjartan daginn út og inn. Maður er búinn að greiða þessi seðilgjöld, greiðslugjöld, tilkynningargjöld.. svokallaðan FIT kostnað (menn náðu ekki að halda utan um öll þessi gjöld og settu eitt nafn “FIT ” yfir þetta allt saman) í mörg ár án þess að átta sig á því og hvað þá að kvarta yfir því. Við vorum líklega önnum kafin að verjast fylgjast með bankanum raðnauðga okkur með heimsins hæstu vöxtum. Bankanum er ekki bara sama um þig heldur er hann með her starfsmanna sem hefur það eitt verkefni að finna fleiri leiðir til þess að kroppa peninga af þér. Lofið er fyrst og fremst fyrir að komast upp með það. Well done!
Last: Yfirmaður þulanna á Rúv … hver svo sem hann er. Ég þarf að standa upp og hrista mig svo mikill er bjánahrollurinn þegar ég hugsa til Ellý Ármanns með krakkann í fanginu að kynna 10 fréttir. Förum ekki nánar út í það.. og þó HÚN VAR MEÐ KRAKKANN Í FANGINU að kynna dagsskránna!!! Ok búinn. Ég aftur á móti spyr: Hver sagði já? Hver sagði ok, gerum það? – “Hæ, Ellý hérna.. sko.. var sko að pæla.. ég var nefnilega að eignast barn you know.. og.. þótt ég eigi milljón æðislegar vinkonur og besta besta besta mann í öllum heiminum sem gætu alveg passað.. þá var ég að pæla hvort það væri ekki æðislega kjút og lekkert að ég myndi sko halda á barninu, sem er auðvitað besta fallegasta barn í heimi, þegar ég kynni dagskránna á morgun … yrði það ekki ÆÐI, ha? Einhver sagði já!?
Lof/last: Friðrik Ómar fyrir að vera orðinn helsti söngvari Elvis-laga á Íslandi. Jú, hann er frábær söngvari en Elvis er hann ekki greyið. Hann heldur tónleika með Elvis-lögum og hefur þrjá gestasöngvara … sem eru allir konur!?. Eina sem Friðrik Ómari vantar er dýpri rödd, syngja í anda Elvis, dekkra hár og gagnkynhneigð.. thats it, þá væri hann flottur. Hann er samt sem áður óttalegt rassgat.
Takk fyrir mig
http://swaage.blog.is/blog/swaage/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst