Mikill fjöldi við opnun ljósmyndasýningar Sigurgeirs í Toyota
18. ágúst, 2007

Strax við opnun á ljósmyndasýningu Sigurgeirs Jónassonar í Toyota var mikill fjöldi gesta mættur til að skoða þær fallegu ljósmyndir sem að Sigurgeir var með á sýningunni. Sigurgeir var búinn að stilla upp 185 ljósmyndum til sýnis og sýndu þær myndir brot af því besta. Ljósmyndirnar voru frá ýmsum tímabilum og mátti sjá gamla eyjamenn skoða myndirnar og rifja upp gamla góða tíma.

Það var að heyra á gestum sýningarinnar að þetta framtak Sigurgeirs og Magnúsar Kristinssonar hefði mælst vel fyrir og mikil ánægja var með veitingarnar. Magnús hafði kallað til eyjamanninn Sigurð Gíslason meðlim í landsliði matreiðslumanna sem framreiddi lunda og fleiri góðar veitingar fyrir gesti sýningarinnar.

Sýningin verður í húsnæði Toyota næstu tvær til þrjár vikurnar.

Ljósmyndir frá opnun ljósmyndasýningarinnar

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst