Skrifað var í morgun í Vestmannaeyjum undir samstarfssamning milli lögregluembættanna á Suðurlandi. Samningurinn fjallar um aukna samvinnu milli embættanna í Vestmannaeyjum, á Selfossi og Hvolsvelli og er markmiðið m.a. að samhæfa almenna löggæslu á svæðinu, auka hreyfanleika liðanna, samræma vaktskipulag eins og kostur er og efla rannsóknir mála.
Í samningunum er gert ráð fyrir samvinnu á sviði umferðarlöggæslu og hálendiseftirliti. Kanna skal með starfsmannaskipti milli embættanna og munu embættin hafi víðtæka samvinnu þegar stórir viðburðir eru ráðgerðir á svæðinu.
Undir samninginn skrifuðu lögreglustjórarnir þrír, þeir Karl Gauti Hjaltason í Vestmannaeyjum, Ólafur Helgi Kjartansson á Selfossi og Kjartan Þorkelsson á Hvolsvelli.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst