Gunnar Heiðar Þorvaldsson landsliðsmaður í knattspyrnu segir að landsleikurinn gegn Kanadamönnum á miðvikudaginn gæti ráðið úrslitum um hvort einhver lið hafi áhuga á að fá hann í sínar raðir.
Eyjamaðurinn á ekki von á því að fá mörg tækifæri hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Hannover á næstu vikum og mánuðum. „Þjálfarinn hefur sagt að það besta í stöðunni fyrir mig sé að komast að hjá öðru liði sem lánsmaður,” sagði Gunnar Heiðar í gær.
Nánar er rætt við Gunnar Heiðar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst