Byggjum barnvænar Eyjar
22. ágúst, 2007

Eyjar.net heldur áfram að heyra í valinkunnum Eyjamönnum varðandi hvaða möguleika þeir sjá í stöðunni með söluhagnaðinn af Hitaveitu Suðurnesja.

Að þessu sinni heyrðum við í Eygló Harðardóttur varaþingmanni Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi og fengum að heyra hvaða hugmyndir hún hefur varðandi söluhagnað HS.

Spurningin er sú sama:
Ef þú værir bæjarstjórnin hvað myndirðu leggja til að gert yrði við þessa 3.6 milljarða?

Að sjálfsögðu skiptir mestu máli að fara vel yfir skuldastöðu bæjarins, greiða upp þau lán sem eru óhagstæð og koma skikki á lífeyrissjóðsmál bæjarstarfsmanna.

Að því loknu verða bæjarfulltrúarnir okkar að skoða hvaða verkefni eru skylduverkefni bæjarins og hvaða verkefni er valkvæm.  Það hefur alltof oft verið þannig að peningar bæjarins hafa farið í verkefni sem eru raunar valkvæm líkt og íþróttahúsið í stað verkefna sem eru skylduverkefni sveitarfélaga skv. lögum. 

Í viðtali við eyjar.net talaði Elliði Vignisson, bæjarstjóri um ýmis verkefni sem liggja fyrir í þriggja ára áætlun bæjarins s.s. menningarhús, nýtt knattspyrnuhús og nýja skipalyftu.  Síðast þegar ég athugaði hver væru skylduverkefni sveitarfélaga þá stóð ekki orð um að sem flestir yrðu að geta iðkað knattspyrnu á veturna.  Skylduverkefni sveitarfélags eru einna helst rekstur grunn- og leikskóla.

Undanfarin ár hefur stefnan verið að draga úr þjónustu á þessu sviði.  Grunnskólinn var sameinaður, leikskólinn að Rauðagerði lagður niður og gjaldskrá á mat staðið í stað þrátt fyrir lækkun virðisaukaskatts á mat. Þetta hefur gerst á sama tíma og önnur sveitarfélög hafa verið að auka þjónusta. Fjöldi sveitarfélaga býður upp á gjaldfrjálsan leikskóla fyrir 5 ára börn, og stefna að því að allur leikskólinn verði gjaldfrjáls. Aðrir hafa aukið þjónustan með því að taka börn inn yngri í leikskóla eða boðið upp á heilsdagsvistun að lokinni kennslu. 

Í Fréttum í vikunni var grein eftir Önnu Rós Hallgrímsdóttur sem var að flytja til Vestmannaeyja ásamt syni á leikskólaaldri.  Í samantekt um kostnað vegna leikskólapláss á milli Vestmannaeyja, Reykjavíkur, Kópavogs, Akureyrar, Egilsstaða og Árborgar kom í ljós að barnafjölskyldur í Eyjum eru að borga langhæsta gjaldið fyrir leikskólaplássið.  Þar var sýnt svart á hvítu hversu mjög Vestmannaeyjabær hefur dregist aftur úr í þjónustu við barnafjölskyldur.  

Sama tel ég að gildi um þjónustu við bæði eldri borgara og hinn almenna íbúa  Ég myndi því vilja sjá bæjarfulltrúana með bæjarstjórann í broddi fylkingar rétta úr kútnum hvað þetta varðar og spyrja sig hvað muni nýtast almennum bæjarbúum best: Lækkun matar sem seldur er á vegum bæjarins eða smíði á nýrri skipalyftu? Gjaldfrjáls leikskóli eða tómt knattspyrnuhús til minningar um að börnunum fækkar í sveitarfélaginu?

Ég vil sjá að við nýtum söluhagnaðinn til að búa vel að komandi kynslóðum og að við getum staðið áfram á því fastari en á fótunum að hvergi sé betra að ala upp börn en einmitt í Vestmannaeyjum. 

eyjar.net þakkar Eygló kærlega fyrir svarið

Segðu okkur þína skoðun á þessum pistli hér: http://eyjar.net/spjall/viewtopic.php?t=29

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst