Góðir nágrannar geta komið sér vel, eins og Jóhanna María Finnbogadóttir sem býr á Vestmannabraut í Vestmannaeyjum komst að.
Jóhanna, sem er komin af léttasta skeiði, byrjaði að mála húsið sitt í gærmorgun en það er þriggja hæða og verkið því ekki auðvelt.
Nágrannar hennar, sem eru meðal annars lögfræðingur, lögreglumaður, fréttamaður, skipstjóri, lundakarl, starfsmaður heilsugæslu og bjargveiðimaður, komu henni til aðstoðar og máluðu húsið, Jóhönnu til mikillar ánægju.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst