Samgönguráðherra segir tillögu bæjarráðs Vestmannaeyja um að flýta gerð Bakkafjöruhafnar góða en nú þurfi að skoða hvort hún sé framkvæmanleg. Eftir að búið sé að útiloka gerð jarðganga sé nú hægt að beina öllum kröftum að gerða Bakkafjöruhafnar.
Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar lagði í gær fram hugmyndir að mótvægisaðgerðum vegna niðurskurðar þorskkvóta á komandi fiskveiðiári. Helsta tillaga ráðsins er að framkvæmdum við höfn í Bakkafjöru verði flýtt og að hún verði tilbúin árið 2009 en ekki árið 2010 eins og ger er ráð fyrir í samgönguáætlun.
Kristján L. Möller samgönguráðherra segir að tillögurnar hafi ekki borist sér en farið verði yfir þær í ráðaneytinu þegar það verði. “Þetta er í sjálfur sér góð tillaga en við verðum síðan að skoða hvað er raunhægt. Núna erum við búin að ræða þessi jarðgöng og þá getum við einbeitt okkur að Bakkafjöru.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst