Reykjanesbrautin...staður fyrir vinningshafa Happaþrennunar !
27. ágúst, 2007

Það er verið að vinna við það að tvöfalda hana alla leið eins og flest fólk veit sem fylgist með fréttum, það klárast 1.júlí 2008 vona ég. Sá kafli sem er tvöfaldaður er virkilega þægilegur og þar eru nánast enginn vandræði þegar kemur að því að víkja og halda sig hægra megin svo framarlega sem maður er ekki að fara framm úr næsta bíl. En þegar tvöfaldi kaflinn er búinn er eins og fólk missi heilann og láti bara hugann reika. Það er á þessum kafla má segja ein og hálf akrein í sitthvora áttina og þegar það er bíll fyrir aftan mann víkur maður fyrir honum með því að beygja aðeins til hægri og þá kemst bíllinn áfallalaust framm úr manni. Þetta virðast voðalegir fáir vita eða neita að hleypa fólki framm úr sér. Alveg einstaklega íslenskt á allan hátt og kemur mér svo sem alls ekki á óvart.

Ég er reyndar alveg rosalega hissa að það skuli ekki vera nein slys þarna vegna þess að fólk virðist svona meirihlutinn vera sofandi. Auk þess er stórhættulegt, án gríns, að keyra þarna þegar það er dimmt og rigning. Ástæðan er einfaldlega sú að merkingar við nýju framkvæmdirnar eru ömurlegar og sama má segja um lýsingarnar þarna á svæðinu. Vonandi á þetta eftir að lagast því annars endar þetta bara með banaslysi, það er á hreinu. Það er búið að gera athugasemdir fram og aftur við gaurana sem sjá um framkvæmdirnar en allt kemur fyrir ekki, ekkert gert.

En ég nenni ekki að pirra mig meira á þessu…hef líklega eitthvað betra að gera við tímann minn. Vildi bara koma þessu á framfæri og það væri ekkert verra ef eitthvað gerðist þarna. Bless bless !!

http://hvitavonin.xblogg.is/

 

 

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst