eyjar.net náðu tali af Gunnari Heiðari rétt áður en hann steig upp í flugvél á leið til Óslóar í Noregi, þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun og ef allt gengur eftir þá mun hann skrifa undir 10 mánaða lánssamning við úrvalsdeildarliðið Vålerenga.
Gunnar Heiðar hefur verið að spila með þýska 1. deildarliðinu Hannover síðan í mars á síðasta ári og á ennþá um 2 ár eftir af samningi sínum þar.
Gunnar Heiðar hefur náð samkomulagi við Vålerenga um persónuleg kjör og hlunnindi og er það nánast pottþétt að Gunnar Heiðar og unnusta hans Bjarný Þorvarðardóttir séu að flytja til Óslóar á næstu dögum.
Mörg lið hafa verið á eftir Gunnari Heiðari meðal annars AGF í Danmörku (Árósum), auk fleirri norskra liða. Vålerenga er sem er í 9. sæti deildarinnar og hefur skorað fæst mörk allra í deildinni í ár og er það nokkuð ljóst að Gunnar Heiðar verður mikill liðstyrkur fyrir liðið enda fæddur markaskorari. Árni Gautur Arason landsliðsmarkvörður er einnig hjá Vålerenga.
eyjar.net óskar Gunnari Heiðari alls hins besta í þessari nýju áskorun.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst