Þetta lamb fær alveg sérstakt atlæti,” segir Haukur Guðjónsson fjáreigandi á samyrkjubúinu Dallas í Vestmannaeyjum þar sem ærin Sóley bar óvænt hrútlambi í gær. Haukur segir Sóleyju bestu kindina sem hann hefur átt á aldarfjórðungsferli sem frístundabóndi. „Hún hefur fundið á sér að ef hún bæri í vor myndi lambið falla í haust. Nú fá bæði að lifa lengur,” segir Haukur. Hann hyggst skíra lambið í höfuðið á Arsene Wenger, þjálfara enska knattspyrnuliðsins Arsenal. „Ég hef áður átt Tony Adams. Og meira að segja Bin Laden sem var hrútleiðinlegur.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst