Miðaldra hjón í Vestmannaeyjum fengu gistingu á vegum Rauða krossins í nótt eftir að miklar skemmdir urðu á húsi þeirra í bruna í gær. Að sögn Tryggva Ólafssonar lögreglufulltrúa var maðurinn uppi á lofti en konan ásamt gestkomandi konu inni í stofu þegar eldur gaus upp í steikarolíu í potti inni í eldhúsi á sjötta tímanum í gær.„Þau gerðu hið eina rétta; komu sér út og kölluðu á hjálp,” segir Tryggvi, sem kveður fólkinu hafa verið illa brugðið enda húsið orðið óíbúðarhæft. Hann segir eldinn að mestu hafa verið slökknaðan þegar slökkvilið bar að. Þrátt fyrir mikið tjón hefði getað farið enn verr.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst