Sjávarútvegur viðheldur ekki byggð
31. ágúst, 2007

Sjávarútvegur getur ekki tryggt núverandi byggðamynstur, sem myndaðist við allt aðrar aðstæður en nú eru uppi, á tímum þegar strandsiglingar voru mikilvægari samgönguleið en vegakerfi landsmanna.
Þetta kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar, forstöðumanns greiningardeildar Kaupþings banka, á málþingi um sjávarútvegsmál og byggðaþróun sem Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál stóð fyrir í Háskóla Íslands í gær.Ásgeir varaði við því að sjávarútvegur fari í sama far og landbúnaður fór í um miðja síðustu öld með niðurgreiðslum og höftum, þjóðin hafi ekki efni á því. Allar tilraunir til þess að þröngva sjávarútvegi í þann farveg að viðhalda núverandi byggðamynstri muni hola þessa atvinnugrein innan.
„Af hverju er það slæmt að fimm stór fyrirtæki eigi 80 prósent af aflaheimildunum? Ef þau geta borgað sæmileg laun, borgað sína skatta, geta skilað sínu og búið til verðmæti er ekkert að því,” sagði Ásgeir. Hann sagði enga skynsamlega ástæðu fyrir banni við fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi. Engin ástæða sé til að óttast að sjávarútvegsfyrirtæki verði stór, kraftmikil og alþjóðleg.

Fólksfækkun á landsbyggðinni á undanförnum árum hefur ekki einskorðast við sjávarbyggðir, sagði Sveinn Agnarsson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, í erindi á málþinginu í gær.

Hann sagði rannsóknir sínar ekki hafa leitt í ljós neitt tölfræðilegt samband milli fólksfækkunar í sjávarbyggðum og sölu aflaheimilda úr bæjarfélögunum. Miklu meira máli skipti hvar aflinn sé unninn, enda virðist samdráttur í landvinnslu á sjávarfangi skila sér í fólksfækkun. Þess vegna sagði Sveinn það áhyggjuefni að á síðasta ári hafi ríflega helmingur af botnfiskafla sem landað var hér á landi ekki verið unninn í landi, heldur ýmist unninn um borð í togurum eða seldur óunninn úr landi. Það hafi aukist verulega á undanförnum árum og árið 1992 hafi tveir þriðju hlutar aflans verið unninn í fiskvinnslum í landi.

No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst