www.eyjar.net ætlar vikulega að kynna fyrirtæki og þjónustu í eyjum. Að þessu sinni kynnum við Kertaverksmiðjuna Heimaey en það fyrirtæki hefur fært landsmönnum ljós inn í lífið í fjölda ára.
Með kynningu á fyrirtæki vikunnar viljum við á www.eyjar.net vekja athygli á þeim fyrirtækjum og þjónustu sem eru starfandi í Vestmannaeyjum.
Kertaverksmiðjan Heimaey er verndaður vinnustaður, stofnaður 6. september 1984.
Lögð er áhersla á að skapa atvinnutækifæri fyrir þá sem búa við fötlun og veita starfsþjálfun/hæfingu með það að markmiði að efla starfsfærni viðkomandi. Á það við hvort sem starfsmaður stefnir á almennan vinnumarkað seinna meir eða áframhaldandi starf á vernduðum vinnustað.
Hjá kertaverksmiðjunni Heimaey starfa 20 einstaklingar með fötlun og er starfsgetan mismikil sem og eðli fötlunar þeirra. Boðið er upp á hálf dags störf, fyrir eða eftir hádegi.
Í kertaverksmiðjunni Heimaey starfa auk þess, verkstjóri, þroskaþjálfi, stuðnigsfulltrúar, fulltrúi á skrifstofu og starfsráðgjafi/þroskaþjálfi. Einnig er einn starfsmaður á Reykjavíkursvæðinu sem sér um sölu og dreifingu.
Frekari upplýsingar eru á vefsíðunni http://kertaverksmidjan.hlutverk.is/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst