Jæja brælan er ekkert að ganga niður þarna úti á djúpinu og á að vera bræla þar fram að helgi. Við sigldum nær landi síðustu nótt og enduðum í Héraðsflóanum og vorum að gæla við að eitthvað væri af síld þar.Við urðum eitthvað varir en þar sem þetta var allt í yfirborðinu og Huginn VE farinn til Eyja að landa þá þýddi ekkert fyrir okkur að kasta á þetta. Það var svo ákveðið að fara aftur á Jan Mayen svæðið aftur. Við erum búnir að fara helvíti góðan hring á þessu í þessum túr. Við verðum svo komnir á Jan Mayen svæðið seinni partinn á morgun. Ég hef örugglega nefnt það áður hér á síðunni í þessum túr, en ég hef trú á því að nú fáum við hann.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst