Áætlun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs seinkar í dag vegna bilunar, heimildir www.eyjar.net gefa til kynna að um minniháttar bilun sé að ræða í annari aðalvéla Herjólfs og að Herjólfur hafi siglt milli lands og eyja í gær á mun lengri tíma en vant er sökum þessara bilunar.
Siglt verður allar ferðir milli lands og eyja í dag og er skipið nú á leið til Þorlákshafnar og er gert ráð fyrir því að Herjólfur komi þangað um 12:30.
Afgreiðsla Herjólfs gefur upplýsingar um ferðir skipsins í síma 481-2800 til klukkan 16:00 og lengur ef að mikil töf verður á ferðum skipsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst