Bjartir tímar framundan í Eyjum
7. september, 2007

Guðjón Hjörleifsson fyrrverandi bæjarstjóri og alþingismaður opnaði í morgun fyrirtækið Heimaey ehf þjónustuver að Bárustíg 1. Guðjón sem er löggiltur fasteigna- og skipasali að mennt mun vera með fasteigna- og skipasölu ásamt því að hann mun vera með umboð fyrir Vörð tryggingafélag. Eyjar.net tóku púlsinn á Gaua bæjó.

“Ég hef verið í áhættustarfi frá árinu 1990 að undanskildu rúmu ári þegar ég var útibústjóri Sjóvá Almennra hér í Eyjum. Þegar maður lendir í þeirri stöðu að hætta í pólitíkinni þá er gott að staldra við. Fyrsta ákvörðun mín og fjölskyldunnar var, hvar viljum við búa. Og svarið var mjög einfalt. Við viljum búa hér í Eyjum, hér eru fjölskyldur okkar, vinir og annað frábært fólk. Maður sem hefur verið í pólitík getur ekkert gengið sjálfkrafa að einhverju starfi. Ég er menntaður fasteignasali og því var það spennandi að prófa að vera sjálfstæður atvinnurekandi og einnig að kanna hvort ég geti ekki unnið á venjulegum vinnutíma og átt fleiri stundir með fjölskyldunni og sinnt áhugamálum í mínum frítíma. ” Guðjóni bauðst vel launuð vinna í Reykjavík en það freistaði hans ekki að flytja frá Eyjum. “Það verður síðan að koma í ljós hvernig Eyjamenn taka mér í mínu nýja starfi og vonandi er ég kominn til að vera í Eyjum.”

Markaðurinn þolir vel þrjár fasteignasölur
Er ekki bjartsýni að opna þriðju fasteignasöluna í Eyjum?
“Það er tvennt ólíkt að fara einvörðungu í fasteignabransann, eða koma skynsamlega inn og hafa jafnframt tryggingarnar með. Með stofnun fasteignasölunnar minnar er einungis verið að fjölga um hálft til eitt stöðugildi og á meðan hefur fasteignaverð hækkað um 50 – 80 % , þannig að veltan á markaðnum þolir alveg þessa viðbót.” Aðspurður hvað verði öðruvísi segir Guðjón að stærsti munurinn verði sú nálægð sem hann hefur við viðskiptavininn. “Ég er vel staðsettur, á jarðhæð og eins mun ég leggja áherslu á persónuleg tengsl við mína viðskiptavini.” Hækkandi fasteignaverð í Eyjum kemur Guðjóni ekki á óvart. “Ég sagði fyrir tveimur árum að fasteignaverð myndi hækka, og hafði orð á því að það væri hagstætt að fjárfesta í blokkaríbúðum og áhættan mjög lítil. Sjálfum fannst mér það ekki passa í stöðu þingmanns að fara að fjárfesta og leigja á markaðnum. Það er svo margt jákvætt sem spilar inn í breytingar á fasteignamarkaði. Það sem vegur mest er að fólk sé jákvætt og hafi trú á því samfélagi sem það býr í og ætlar að búa hér áfram. Síðan má segja að stórhugur útgerðarmanna með því að fjárfesta í nýjum glæislegum skipum og salan á eignarhlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja hafði svipuð áhrif á bæjarsálina hér í Eyjum eins og álverið fyrir austan hafði á Austfirðinga. Síðan finnst mér mikil jákvæðni á stjórnendum bæjarins og mér finnst vera mikil samstaða vera milli meiri- og minnihluta.” Eins segir Guðjón að bjartari tímar séu framundan þegar búið er að eyða óvissu í samgöngumálum. “Við höfum verið mjög ósamstíga í samgöngumálum. Það er kannski eðlilegt. Það er sama hvort það er hjá manni persónulega eða því samfélagi sem maður býr í, þá er óvissan mesti óvinur manns. Um leið og óvissuni er eytt, þá er það okkar sem hér viljum búa að vinna saman úr því verkefni sem framundan er í okkar samgöngumálum. Við vitum hvað við höfum og við vitum hvað við fáum. Ef við notum tækifærið og förum að vinna saman þá eru ótal tækifæri framundan, og þá er ljóst að íbúðaverð í Eyjum mun halda áfram að hækka.”

Traustur sökkull til að byggja á
Ásamt því að vera með fasteigna- og skipasölu hefur Guðjón tekið við umboði fyrir Vörð tryggingafélag en hvernig kom það til? “Það var félagi minn sem ég hef starfað mikið með, sem frétti af því að ég væri að huga að stofnun fyrirtækis í Eyjum, sem hafði frumkvæði í þessu máli. Núverandi forstjóri Varðar tryggingafélags er Guðmundur J. Jónsson, en hann var aðstoðarframkvæmdarstjóri Sjóvá Almennra þegar ég var ráðinn þar. Vörður hefur verið að fá fleir viðskiptavini í Vestmannaeyjum og það eru töluvert fleir í viðskiptum við þá hér í Eyjum en ég átti von á. Það er því gott að byrja með traustan sökkul sem hægt er að byggja á. Það er einnig mikilvægt þegar maður tekur að sér umboð, að þekkja þá sem stjórna félaginu og það hafði mikil áhrif á þá niðurstöðu sem nú liggur fyrir, enda þessi fyrstu samskipti byggð á gagnkvæmu trausti.”

Einfaldar og öruggar tryggingar á viðráðanlegu verði
Hvernig tryggingafélag er Vörður?
“Vörður er tryggingafélag í eigu Landsbankans, Byrs-sparisjóðs og SP-fjármögnunar, þannig að það eru mjög sterkir sem koma að þessu og baklandaið þar af leiðandi mjög gott. Stjórendur Varðar og starfsmenn eru aðilar sem hafa starfað lengi á tryggingamarkaðnum og hafa mikla reynslu. Þeir þekkja markaðinn vel. Þeirra áherslu eru jafnar hvað varðar einstaklinga eða fyrirtæki. Þeir bjóða upp á einfaldar og öruggar tryggingar á viðráðanlegu verði. Þeir meta hverju sinni hvernig tryggingavernd hver aðili þarf og leggja mikið upp úr því að verð sé hagstætt og standist samanburð við samkeppnisaðilana.”

Viðskiptavinurinn hagnast á samkeppni
Fyrir í Eyjum eru þrjú umboð tryggingarfélaga. Erfið samkeppni framundan?
“Öll samkeppni er til góðs ef hún er heiðarleg. Það er viðskiptavinurinn sem hagnast á því að það er slegist um að fá hann til sín. Það er rétt að þrjú umboð tryggingafélaga eru hér í Eyjum, en það má ekki gleyma því að Vörður var kominn inn á Eyjamarkaðinn, ekki síst vegna þess að þeir hafa traust og eru að bjóða tryggingar á hagstæðu verði. Það mikilvægasta fyrir einstaklinga og fyrirtæki er snýr að samskiptum við tryggingafélög er þrennt að mínu mati. Í fyrsta lagi að það sé tryggingafélag og umboðsmaður á staðnum þar sem samskipti byggjast á gagnkvæmu trausti. Í öðru lagi þá þarf traustið að byggjast á því að hagsmunir tryggingaaðilans byggjist á öruggri tryggingavernd á sanngjörnu verði og í þriðja lagi þá verða tryggingagjöld að vera sanngjörn. Því lægri sem tryggingagjöld eru, því meira hefur fjölskyldan eða fyrirtækið meiri ráðstöfunartekjur í annað.”

Stefnir á þrjú stöðugildi
Guðjón mun starfa einn á skrifstofunni til að byrja með en markmiðin eru skýr. “Markmiðið er að breyta fyrirtækinu úr eins manns fyrirtæki í stærra og öflugra fyrirtæki. Annars vegar að styrkja það sem fyrir er og hins vegar að vera opinn fyrir annarri þjónustu fyrir bæjarbúa. Ég hvet aðila til að koma að máli við mig hafi þeir hugmyndir um eitthvað sem vantar í bæinn. Ég ákvað að fara í stórt og glæsilegt húsnæði að Bárustíg 1, hjá Grétari og Áslaugu. Ég hef fjárfest í innréttingum miðað við að hér verði að minnsta kosti þrjú stöðugildi til framtíðar. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki týpan í að starfa einn, ég er félagsvera að eðlisfari, og þess vegna eru tvær ástæður fyrir þessari framtíðarsýn minni.”

Staða samfélagsins ekki betra í langan tíma
Guðjón er bjartsýnn á framhaldið í Eyjum. “Persónulega finnst mér staða Vestmannaeyja og samfélagsins ekki hafa verið betri í langan tíma. Við erum sjálf oft ábyrg fyrir umræðunni, og því er jákvæðni og samtakamátturinn mikilvægur. Það komu mikil tækifæri með sölu hlutabréfanna í Hitaveitu Suðurnesja uppp á 3,6 milljarða og það er mikil ábyrgð lögð á núverandi og verðandi bæjarstjórnir að vinna úr því, og ég er sannfærður um að þeir hafa tekið réttar ákvarðanir strax í því máli. Bæjarsjóður er ekkert annað en sameignlegur sjóður okkar sem búum hér. Sterk staða bæjarstjóðs, atvinnulífs og bættar samgöngur gefa ekkert en gott tilefni til þess að vera bjartsýnn á framtíðina,” sagði Guðjón að lokum.

Eyjar.net óska honum til hamingju með nýja fyrirtækið.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 1 Tbl 2025
1. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst