Í slippnum í Reykjavík má sjá hvar Kap VE og Þórunn Sveinsdóttir VE eru í lagfæringu og er það Slippurinn í Reykjavík sem sér um verkið.
Kap VE er of stórt skip fyrir gömlu skipalyftuna en verkið sem unnið er á Þórunni Sveinsdóttur hefði Skipalyftan í eyjum getað tekið að sér.Í samtali við Stefán Jónsson verkstjóra í Skipalyftunni kom fram að Skipalyftan hefði orðið af tugum milljóna króna eftir að lyftan hrundi og beðið væri eftir svari frá Brussel til að geta gengið frá fjármögnun á nýrri lyftu.
Stefán tók fram að Vestmannaeyjabær hefði staðið sig vel í þessu máli og bærinn hefði reynt að ýta eftir svörum en málið væri komið inn í kerfið og það tæki langan tíma að fá svar og niðurstöðu.
Í sumar hafa 25 starfsmenn unnið í Skipalyftunni sem er lágmarks starfsmannafjöldi en verkefnastaðan hefur verið góð í sumar enda skiptafloti eyjamanna að stækka undanfarið og einnig hefur Skipalyftan unnið við endurbætur á FES-inu í sumar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst