Fyrrverandi leikmaður og þjálfari ÍBV Sigurður Gunnarsson hefur opnað vefsíðuna www.ferdatorg.is en vefsíðan upplýsingabanki um þær ferðir sem að íslenskum ferðamönnum stendur til boða.
Á vefsíðunni má finna leiðbeiningar varðandi rétt ferðamanna gagnvart ferðaskrifstofum og öfugt, góð ráð áður en haldið er í ferðalag og spjallborð. Greinargóðar umfjallanir eru um helstu ferðastaði Íslendinga á netinu ásamt landakorti af áfangastöðum ásamt stuttum videobrotum frá áfangastöðum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst