Gunnar Heiðar Þorvaldsson átti fanta góðan leik á laugardaginn gegn Spánverjum og er Kappinn staðráðinn í því að gera en betur í leiknum við Norður Íra á morgun. Hann sagði að fyrstu 10-15. mínúturnar skipta gríðarlegu máli og leikurinn mun verða mikil baráttu leikur. Það verður farið í þennan leik alveg eins og við gerðum á móti Spánn. Vera þéttir fyrir og ná upp sömu baráttu og var gegn Spánverjum og koma í leikinn sem lið. Við getum strítt hvaða þjóð sem er þegar við erum að leika þannig.
Með leikin á móti Norður Írum á er það mín tilfinning að fyrstu 10-15. mínúturnar verði barátta um stöður og þessar mínútu skipta gríðarlegu máli. Liðin verða í baráttu um að finna sér stöðu og skapa og við verðum að byrja á fullum krafti það er bara þannig. Alveg eins og fyrrileikurinn í Belfast þá voru þeir alveg dýrvitlausir og sá leikurinn var gríðarlega erfiður þó svo að við hefðum unnið hann 3-0.
Eins og í þeim leik þá náðum við að skora fljótlega á þá og svo aftur seinna markið okkar stuttu eftir það og vonandi náum við að gera slíkt hið sama á morgun. Svo vona ég að áhorfendur mæti jafnvel og á laugardaginn. Þetta var algjör snild, bara eitt orð yfir það. Þetta var svona fyrir mér eins og heima í Vestmannaeyjum á sínum tíma. Þá var hljómsveit sem hét Stalla Hú og hún kom alltaf á leiki með ÍBV í handboltanum og þetta var bara nákvæmlega það sama, sömu lög og sama fjörið. En áhorfendur voru svo sannarlega 12-maðurinn fyrir okkur og vonandi heldur þetta áfram á þessari braut.
Nú ert þú kominn til Vålerenga í Noregi, margir mundi segja að þetta sé skref niðrá við en er þetta ekki skref uppá við fyrir þig?
Þetta er skref uppá við hjá mér. Ég vildi losna frá Hannover vegna þess að þeir voru búnir að kaupa sína leikmenn sem þeir ætluðu sér að nota. Það er bara þannig í Þýskalandi að ef þú byrjar ekki strax að sýna hvað í þér býr þá færðu ekkert sénsinn næsta tímabil. Ég vil spila og þó svo að þýski boltinn hentar mér vel þá er þetta mjög gott fyrir mig að vera kominn til Noregs,” sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson í samtali við Gras.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst