www.eyjar.net mun á næstu vikum og mánuðum heyra í brottfluttum eyjamönnum bæði innanlands sem og erlendis með þeim tilgangi að fá að vita hvar þau eru stödd í lífinu og hvaða viðhorft þau hafa til Vestmannaeyja.
Í dag eru það Siggi Vídó og Berglind Ómarsdóttir
Nöfn ?
Sigurgeir Þorbjarnarson ( Siggi Vídó)
Berglind Ómarsdóttir
Fjölskylduhagir ?
Gift með tvo stráka Ómar Smára 5 ára og Ara 1,5 árs.
Atvinna & Menntun ?
Berglind er með sveinspróf í klæðskurði og kjólaklæðskurði og er í eigin rekstri með fyrirtækið Kjól og klæði ehf. Bláu húsunum við Faxafen.
Siggi er rafeindavirki að mennt en starfar hjá Landsbankanum við netrekstur og rekstur á IP símkerfum.
Búseta ?
Búum í Grafarholtinu í Reykjavík.
Eigið þið Mottó ?
Hrós kostar ekkert en skiptir máli.
Farið þið oft til Eyja ?
Já eins oft og við getum. Alltaf jafn gott að koma til Eyja. Strákarnir okkar fara líka stunum að heimsækja ömmurnar og afana án þess að við komum með.
Hvaða tengingu hafið þið við Eyjarnar í dag ?
Foreldrar okkar ásamt helling af ættingjum og vinum búa sem betur fer í Eyjum. Svo erum við náttúrulega alltaf Vestmannaeyingar þótt við búum ekki í Eyjum núna.
Fylgist þið með því sem er að gerast í Eyjum ?
Já alltaf, fáum fréttir og fylgjumst með fréttavefjunum oft á dag. Ásamt samtölum við ættingja o.f.l. Okkur þykir alltaf jafn vænt um Eyjar og okkur er alls ekki sama um málefni Eyjanna og Eyjamanna.
Hvernig finnst ykkur staða Vestmannaeyja í dag ?
Hún er jákvæðari en oft áður og er það okkar tilfinning að það séu bjartari tímar framundan. Auðvitað þarf margt að laga en vonandi er þetta bara á réttri braut núna.
Hvernig sjáið þið næstu 10 ár í þróun eyjanna ?
Erfitt að spá en vonandi verður mikil uppbygging á atvinnu í Eyjum en það er það sem þarf númer eitt, tvö og þrjú. Samgöngur skipta miklu máli og höfum við okkar skoðanir á því en það er fyrir öllu að samgöngur batni og þarf að fara yfir allar hliðar og skoða alla kosti. Framtíð Vestmannaeyja veltur á því.
Sjáið þið fram á næstu árum að flytja aftur til Eyja ?
Nei því miður sjáum við það ekki gerast á næstu árum. Strákunum okkar líður samt hvergi betur og það er alltaf gott að vera í Eyjum en atvinna skiptir líka mjög miklu máli. Maður á samt aldrei að segja aldrei.
Gætuð þið hugsað ykkur að reka fyrirtæki í Vestmannaeyjum ?
Það hefur alveg komið til tals en því miður en því miður er markaðurinn lítill og ef við myndum opna fyrirtæki tengd því sem við erum að gera í dag væri mjög áhættusamt að gera það út frá Eyjum.
Ef að Eyjamenn þyrftu að fjármagna göngin að hluta til, myndu þið kaupa hlutafé í göngunum ?
Já.
Eitthvað að lokum ?
Takk fyrir fínann vef Eyjar.net haldið áfram á þessari braut.
“Heilsaðu öllum heima þeim sem heldurðu að vilji muna eftir mér” (Megas)
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst