Barnvænni Vestmannaeyjar

Bravó!  Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur ákveðið að lækka leikskólagjöld.  Grunngjaldið á að lækka um 18,3% og munu foreldrar með barn í átta tíma vistun með fæði spara sér 4.480 kr. á mánuði.  Borga núna 26.580 kr. í stað 31.060 kr. áður.

Eða um  53.760 kr. á ári. 

Því er um töluverða kjarabót að ræða fyrir foreldra leikskólabarna.

Þetta er líka dæmi um hvað áhrif árvökulir íbúar geta haft með því að láta í sér heyra.  Anna Rósa Hallgrímsdóttir, ný Eyjakona, tók sig til og skrifaði grein um há leikskólagjöld í Fréttum fyrir um 2-3 vikum.  Henni hafði blöskrað algjörlega munurinn á leikskólagjöldum í Eyjum og í Reykjavík og tók sig til og gerði verðsamanburð á milli nokkurra sveitarfélaga og kom þá í ljós að leikskólagjöld í Eyjum voru langhæst. 

En betur má ef duga skal. 

Enn þá eru leikskólagjöld í Eyjum töluvert hærri en í Reykjavík.  Samkvæmt gjaldskrá Reykjavíkurborgar kostar átta tíma vistun með fæði 20.150 kr.  auk þess sem systkinaafsláttur er töluvert hærri.  

Samkvæmt þessu munar því 77.160 kr. á fyrsta barn eftir því hvort við búum í Eyjum eða Reykjavík á ársgrundvelli, og dýrara verður það bara ef börnin eru fleiri í leikskóla.

Því segi ég bara: KOMA SVO!

Nýjustu fréttir

Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Dýptarmæling í Landeyjahöfn í dag – uppfært
Rakel Rut Rúnarsdóttir fimleikakona ársins hjá Rán
Grjótharðir Glacier Guys í Eyjafréttum í dag
Loðnuráðgjöf hækkuð í 197 þúsund tonn
Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum
Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.