Hermann og Gunnar með vírus á leikdegi.
Created by PhotoWatermark Professional
Created by PhotoWatermark Professional

Í gærkvöldi áttust við á Laugardalsvelli landsliðs Íslands og Norður Írlands í undankeppni EM í knattspyrnu sem fram fer á næsta ári í Sviss og Austurríki en leikurinn endaði með sigri Íslands 2-1.

En fyrir leikinn í gær var ekki víst hvaða leikmenn landsliðsins hefðu heilsu til að spila þennan mikilvæga leik. Nokkrir leikmenn liðsins höfðu fengið vírus sem olli magakveisu og hita. Byrjunarlið Íslands var ekki tilkynnt fyrr en klukkutíma fyrir leik sökum þessa.

Hermann og Gunnar Heiðar fengu báðir snert af vírusnum og sagði Gunnar Heiðar í samtali við www.eyjar.net að hann hefði átt erfitt með að halda út upphitunina fyrir leik sökum þreytu af völdum vírussins. En það virtist ekki hrjá Gunnari né Hermanni í leiknum að þeir hafi verið með magakveisu fyrr um daginn en báðir skiluðu sínu og vel það.

Myndir frá landsleiknum

 

Nýjustu fréttir

Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Dýptarmæling í Landeyjahöfn í dag – uppfært
Rakel Rut Rúnarsdóttir fimleikakona ársins hjá Rán
Grjótharðir Glacier Guys í Eyjafréttum í dag
Loðnuráðgjöf hækkuð í 197 þúsund tonn
Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum
Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.