Johnsen kemur að vísu ekki með neinar tillögur um hvað hann hefði viljað gera öðruvísi heldur segir bara að “stokka verði spilin upp á nýtt”, “gera úttekt á málinu”, “taka á af festu og myndarskap” og “setja nýjan hrygg í málið”, hvað svo sem það nú þýðir.
Það sem er kannski merkilegast við þessa grein Johnsens er að í henni kristallast það sem bent var á í aðdraganda alþingiskosninganna. Johnsen er einangraður í eigin þingflokki, rúinn völdum og áhrifum. Hann hefur engin áhrif á stefnu og aðgerðir ríkisstjórnarinnar og hefur ekkert að segja um málefni Vestmannaeyja.
Hann er ekki einusinni samstíga meirihluta Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, sem halda vart vatni yfir aðgerðum ríkisstjórnarinnar og hvetja hana til að halda áfram á sömu braut.
Svo notað sé íþróttamál má segja að Johnsen hafi verið settur út úr liðinu og ekki bara það. Hann er ekki á bekknum og ekki einu sinni uppi í stúku. Hann virðist bara vera víðsfjarri vellinum í einhverjum allt öðrum leik.
http://framsoknarbladid.blog.is/blog/framsoknarbladid/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst