www.eyjar.net heldur áfram að heyra í brottfluttum eyjamönnum bæði innanlands sem og erlendis með þeim tilgangi að fá að vita hvar þau eru stödd í lífinu og hvaða viðhorft þau hafa til Vestmannaeyja.
Að þessu sinni heyrðum við í Gísla Geir Tómassyni og Lilju Björg Arngrímsdóttir en í dag búa þau í kópavoginum.
Nöfn:
Gísli Geir Tómasson (1980) og Lilja Björg Arngrímsdóttir (1982)
Fjölskylduhagir ?
Í sambúð.
Atvinna & Menntun ?
Gísli er lærður vélsmiður og starfar sem kælivirki hjá Alkul. Lilja er lögfræðingur og starfar hjá Landsbanka Íslands.
Búseta ?
Erum nýflutt í Kópavoginn.
Eigiði Mottó ?
Það kostar ekkert að brosa
Fariði oft til Eyja ?
Við förum c.a. einu sinni í mánuði en við viljum frekar fara að heimsækja fjölskylduna til Eyja heldur en að fá fjölskylduna í heimsókn til okkar. Miklu skemmtilegra að vera með fjölskyldunni í Eyjum heldur en að vera í stressinu í Reykjavík.
Hvaða tengingu hafið þið við Eyjarnar í dag ?
Foreldrar, systkini og öll stórfjölskyldan býr í Eyjum. Auk þess eigum við góðan og stóran vinahóp í Eyjum.
Fylgist þið með því sem er að gerast í Eyjum ?
Já við fylgjumst mikið með því sem er að gerast í Eyjum.
Hvernig finnst ykkur staða Vestmannaeyja í dag ?
Gísla finnst staðan ekki nógu góð og telur að fólksfækkun sé slæm þróun og megi hana helst rekja til slæmra samgangna og atvinnuþróunar. Lilja telur að jákvæðni og bjartsýni Eyjamanna sé meiri í dag en hún var fyrir nokkrum árum síðan. Margt má hins vegar betur fara.
Hvernig sjáið þið næstu 10 ár í þróun eyjanna ?
Erfið spurning því það er margt sem hefur áhrif á þróunina. Við teljum hins vegar að þetta liggi allt upp á við.
Sjáiði fyrir á næstu árum að flytja aftur til Eyja ?
Slíkt er að sjálfsögðu inni í myndinni enda er fjölskylda okkar að stærstum hluta búsett í Eyjum. Ef við tökum þetta svo aðeins lengra þá eru það forréttindi að ala upp börn Vestmannaeyjum og vonandi fáum við tækifæri til að gera slíkt.
Gætuð þið hugsað ykkur að reka fyrirtæki í Vestmannaeyjum ?
Menntun okkar er þess eðlis að við gætum bæði verið sjálfstætt starfandi og því getur atvinnurekstur verið kostur fyrir okkur þegar og ef við flytjum til Eyja.
Ef að Eyjamenn þyrftu að fjármagna göngin að hluta til, myndu þið kaupa hlutafé í göngunum ?
Ef göng verða að veruleika þá myndum við taka þátt í að fjármagna þau, ekki spurning.
Eitthvað að lokum ?
Takk fyrir okkur og bestu kveðjur til Eyja.
eyjar.net þakkar Gísla Geir og Lilju Björg kærlega fyrir
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst