Leikmenn Unglingaflokks kvenna semja við ÍBV
19. september, 2007

Í gærdag var skrifað undir samninga við 14 leikmenn í Unglingaflokki kvenna í handbolta en skrifað var undir í Íþróttahúsinu. 12 af þessum 14 leikmönnum eru á yngsta ári í Unglingaflokki og því verður góður hópur til staðar í vetur.

Þessar stelpur eru framtíðin sem félagið ætlar að byggja á svo hægt sé að stuðla að því að vera með meistaraflokk á næsta ári og er óhætt að segja að þetta sé grunnurinn að þeirri uppbyggingu.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst