Þessi endalausa dekur við Vestfirðinga er orðið þjóðinni til skammar. Ég hef svo sem bent á það áður, en grein Árna Johnsen í Morgunblaðinu í morgun vakti mig til umhugsunar um kvótaaðstoðina sem ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku. Ég er ekki hissa á að Grindvíkingar séu ósáttir. Það er ekki minnst á þá í tillögum ríkisstjórnarinnar þrátt fyrir að það sé það bæjarfélag sem missir flest tonninn.Þessi endalausa dekur við Vestfirðinga er orðið þjóðinni til skammar. Ég hef svo sem bent á það áður, en grein Árna Johnsen í Morgunblaðinu í morgun vakti mig til umhugsunar um kvótaaðstoðina sem ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku. Ég er ekki hissa á að Grindvíkingar séu ósáttir. Það er ekki minnst á þá í tillögum ríkisstjórnarinnar þrátt fyrir að það sé það bæjarfélag sem missir flest tonninn.
Grindvíkingar tapa fleiri tonnum en öll sveitarfélög á Vestfjörðum til SAMANS !!!
Og hvernig skipta Árni Matt og félagar milljörðunum til að mæta kvótaskerðingu?
Jú, 660 milljónir fara vestur á firði. Það þýðir að verðmatið á tonninu fyrir vestan er: 114.703 krónur. Kvótaskerðingin nemur 5.754 tonnum. Verst fer Bolungarvík en skerðingin þar er 1.169 tonn.
Grindvíkingar missa flest þorsktonninn, útgerðarfyrirtæki þar eru 5.965 tonnum fátækari eftir skerðingu þorskaflans. Og tillögurnar sem snúa að Grindvíkingum? Ekki ein einasta, nada, núll og nix.
Við Eyjamenn erum í þriðja sæti yfir þær byggðir sem missa mest. 3.911 tonn. Aðeins Grindavík og Akureyri tapa fleiri tonnum. Og tillögurnar sem snúa að Vestmannaeyjum eru fjórar, samtals 99 milljónir á næstu þremur árum. 25.313 krónur tonnið…
Ef við lítum á kjördæmi fjármáláráðherrans þá nemur skerðingin 15.578 tonnum. Alls fara 303,5 milljónir í kjördæmið. Því er ríkisstjórn Íslands að meta tonnið á 19.483 krónur í Suðurkjördæmi.
Byggðir allt í kringum landið verða fyrir tekjuskerðingu vegna kvótaskerðingar. Mismiklum að sjálfsögðu en fyrr nú má aldeilis fyrr vera ósamræmið!!
Enn eina ferðina er skotið á Vestfjarðaraðstoð. Ég spyr mig hvort þingmenn og ráðherrar séu svo fastir í gamla tímanum að þeir haldi enn að útgerð sé öflug á Vestfjörðum. Halló, vakna !! Vestfirðingar eru fyrir löngu búnir að selja frá sér meirihluta kvótans…
Margar tillögur snúast um allt landið og vitaskuld gæti skiptingin þar orðið sú að mikið færi á Suðurnesin eða austur á Hornafjörð sem verður líka illa úti. En ekki skal gleyma stöðum eins og Garði, Rif, Dalvík og Skagaströnd. Það er hvergi minnst á þessa staði í tillögunum.
Til gamans er hér listi yfir þau 20 sveitarfélög sem verst verða fyrir skerðingu þorskkvótans:
1.Grindavík 5965 tonn
2.Akureyri 4621 tonn
3.Vestmannaeyjar 3911 tonn
4.Reykjavík 2525 tonn
5.Hornafjörður 2052 tonn
6.Rif 1866 tonn
7.Dalvík 1778 tonn
8.Skagaströnd 1623 tonn
9.Ólafsfjörður 1552 tonn
10.Akranes 1529 tonn
11.Ólafsvík 1467 tonn
12.Grundarfjörður 1443 tonn
13.Bolungarvík 1169 tonn
14.Garður 1076 tonn
15.Hafnarfjörður 1063 tonn
16.Ísafjörður 958 tonn
17.Grenivík 913 tonn
18.Grímsey 852 tonn
19.Stykkishólmur 821 tonn
20.Hnífsdalur 819 tonn
Tölurnar fékk ég hjá Fiskistofu og upplýsingar um verkefni í Morgunblaðinu.
Ég lét Excel reikna þetta allt út fyrir mig, þannig að ef þið eruð eitthvað ósátt(ir) við útreikninganna mína, þá talið við Bill Gates…
http://svenko.blog.is/blog/svenko/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst