Fjölnir og Grindavík eru kominn upp í Landsbankadeild karla í knattspyrnu þó ein umferð sé enn eftir af 1. deildinni. Bæði lið unnu sína leiki í dag og tryggðu sæti sitt í efstu deild. Njarðvík bjagaði sér af hættusvæðinu með góðum sigri á Fjarðabyggð. Eyjamenn eygja enn von um sæti í efstu deild en þurfa þá að vinna Fjölni í síðustu umferðinni og treysta á að Reynir vinni Þrótt.
Baráttan á botnin er líka spennandi því þar er Reynir með 16 stig en KA með 19 eftir að hafa lagt Leikni með marki á síðustu andartökum leiksins í dag. Reynismenn eru því líklegastir til að falla en þeir eiga Þrótt í síðustu umferð á meðan KA mætir Þór og freistar þess að komast upp fyrir nágranna sína.
Eins og staðan er núna í leikjum næst síðustu umferða 1. deildar karla í knattspyrnu eru Grindavík og Fjölnir að tryggja sér sæti í Landsbankadeildinni að ári. Liðin eru bæði að vinna sína leiki og tryggja sér með því sætið meðal þeirra bestur. Eyjamenn eru að vinna Þrótt og verða við það þremur stigum á eftir Þrótturum og eygja því enn von um sæti í efstu deild.
Staðan í leikjum 1. deildar þegar hálfleikur er kominn er þannig að ÍBV er 2:0 yfir á móti Þrótti, Grindavík 1:0 yfir á móti Reyni, Fjölnir 1:0 yfir á móti Þór, Njarðvík 2:ö yfir á móti Fjarðabyggð en markalaust er í leikjum víkings og Stjörnunnar og KA og Leiknis.
Þrjú mörk eru komin á upphafsmínútum í leikjum 1. deildar í knattspyrnu. Fjölnir er 1:0 yfir á móti Þór, ÍBV er 1:0 yfir í Laugardalnum þar sem þeir leika við Þrótt og Njarðvík er 1:0 yfir á móti Fjarðabyggð. Við fylgjumst með gangi mála í næst síðustu umferð deildarinnar.
Úrslit leikjanna í dag:br> Þróttur – ÍBV 1:2
Grindavík – Reynir 6:0
Fjölnir – Þór 2:0
Njarðvík – Fjarðabyggð 3:0
Víkingur Ó – Stjarnan 0:0
KA – Leiknir 1:0
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst