Vantar skýra sýn fyrir Vestmannaeyjar
22. september, 2007

www.eyjar.net heldur áfram að heyra í brottfluttum eyjamönnum bæði innanlands sem og erlendis með þeim tilgangi að fá að vita hvar þau eru stödd í lífinu og hvaða viðhorft þau hafa til Vestmannaeyja.

Að þessu sinni heyrðum við í Guðjóni Ólafssyni, en hann vinnur sem nuddari í Stressvíkurborg eins og hann orðaði það.

Nafn ?
Guðjón Ólafsson

Fjölskylduhagir ?
Frekar rólegir, þarf eiginlega bara að hugsa um mig sjálfan eins og er.

Atvinna og menntun ?
Stúdent frá FÍV og lærður heilsunuddari frá Nuddskóla Íslands. Starfa sem verktaki í nuddi og sem framkvæmdastjóri í ný kynslóð, nemendafélags.

Búseta ?
Á mörkum 101 og 105 Reykjavík

Mottó ?
Að hafa mitt á hreinu.

Ferðu oft til Eyja ?
Reyni að fara svona á 3-4 mánaða fresti.

Tenging við eyjarnar í dag ?
Tilfinngalegar. Ólst upp í eyjum og er auðvitað alltaf eyjamaður, missi oft út út mér setninguna “heima í eyjum.” Fjölskyldutenging þar sem foreldrar mínir búa í eyjum ásamt bróður mínum. Einnig vina,-ættar- og kirkjutengsl.

Fylgistu með því sem er að gerast í eyjum ?
Já, mjög mikið. Mikið í gegnum fjölmiðla ásamt því að tala við fólk.

Hvernig finnst þér staða Vestmannaeyja í dag ?
Ótrúlega margt hefur verið hallandi fæti niður á við síðasta rúmlega áratuginn. Með allri virðingu fyrir því góða fólki sem hefur unnið að ástandi eyjanna, þá er staða eyjanna alls ekki viðunandi. Ég hef samt góða tilfinningu fyrir núverandi bæjarstjórn, hef trú á þeim. Mér finnst síðustu árin hafa vanta alla stefnumörkun, það hefur vantað skýra sýn fyrir Vestmannaeyjar og framfylgja þeirri sýn svo! Það þarf að keyra betur á styrkleika og möguleika eyjanna.

Hvernig sérðu næstu 10 ár í þróun eyjanna ?

Varðveita þá þætti sem hafa verið styrkleikar. Vestmannaeyjar er einstakur ferðamannastaður og er ferðaþjónusta einn helsti styrkleiki sem ég sé, ekki spurning. Það þarf að vanda vel um það og kynna pleisið enn betur. Einfaldir hlutir eins og þétting miðbæjarkjarnans skipta ótrúlega miklu máli ásamt að miðbærinn sé fallegur. Þá tala ég um vel hirt hús og máluð ásamt koma fyrir litlum lystigarði á tómum svæðum, gera hann vinalegan og þægilegan. Strax og leiðin upp á land verður aðgengilegri þá breytist ýmislegt í rétta átt, ég trúi því svo sannarlega.

Sérðu fyrir þér á næstu árum að flytja til eyja ?
Hugurinn leitar stundum “heim” En svo framarlega að maður sé að gera það sem maður vill vera að gera, þá skiptir staðurinn ekki máli. Ég er í þannig aðstöðu núna í því sem ég vinn við í Reykjavík. En annars, já, ég lít á Vestmannaeyjar sem heppilegan valkost ef ég hygg á breytingar,

Gætirðu hugsað þér að stofna og reka fyrirtæki í Vestmanneyjum ?
Ég sé ýmsa möguleika og hef hugsað ýmislegt sem ég gæti gert ef ég myndi flytja til eyja, já. En eins og staðan er akkúrat núna þá er það ekki vænlegt.

Ef að Eyjamenn þyrftu að fjármagna göngin að hluta til, myndirðu kaupa hlutafé í göngunum ?
Ég lít á göngin sem heppilegasta kostinn ef það er gerlegt. Við erum kanski í svolítið erfiðri aðstöðu þar sem ákveðnir menn vilja keyra gæluverkefni sínu, bakkafjöruhöfn, án þess að vilja líta á allar hliðar málsins með opnum huga. Ef kæmi í ljós að hættulaust sé að gera göng og það verður kýlt á þá leið, þá myndi ég gaumgæfilega skoða það já að kaupa hlutafé. Við sjáum hvernig staðan er með Hvalfjarðagöngin, ekki höfðu allir trú á þeim!

Eitthvað að lokum ?
Meðan eyjamenn rífa hvorn annan niður, þá tapa eyjarnar. Ég hvet alla til að standa saman að uppbyggingu og hætta allri þröngsýni, óeiningu og baktali. Líf og dauði er á tungunnar valdi, tölum því líf yfir Vestmannaeyjar og hvert annað í stað þess að rífa niður. Þannig verður rómur eyjanna aftur víðfrægur. Bið að heilsa öllum þeim, sem ég hef á einn og annan hátt misst eða minnkað samband við undanfarin ár í Stressvíkurborg.

eyjar.net þakkar Guðjóni kærlega fyrir að gefa sér tíma í að svara okkur.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 18 Tbl
18. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst