Kona á fertugsaldri kærði nauðgun til lögreglunnar í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Fljótlega beindist grunur að erlendum ríkisborgara. Lögreglan á Selfossi handtók hann að kvöldi sama dags. Maðurinn hafði farið frá Vestmannaeyjum með Herjólfi síðdegis á laugardag.
Maðurinn, sem er á fertugsaldri, er nú í haldi lögreglunnar á Selfossi. Síðar í dag verður tekin ákvörðun um hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir manninum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst