Gróska í fasteignaviðskiptum í Vestmannaeyjum
25. september, 2007

Eyjamenn hafa líklega slegið Íslandsmet í fjölda fasteignasala á hvern íbúa, en í eyjum eru nú starfandi þrír fasteignasalar og eftir því að dæma er mikil gróska í fasteignaviðskiptum í eyjum. Fasteignaverð hefur hækkað að undanförnu í framhaldi af aukinni eftirspurn eftir fasteignum í eyjum.

www.eyjar.net sendi spurningar á alla fasteignasala í Vestmannaeyjum og birtum við svör þeirra hér að neðan:

Svör Helga Bragasonar http://www.eign.net/

Hversu mikið hefur fasteignamarkaðurinn stækkað í eyjum síðustu 12.mánuði
Árið 2003 seldust 66 eignir í Eyjum, 54 árið 2004, 113 árið 2005, 109 árið 2006 og 115 hafa selst það sem af er þessu ári.

Gerið þið ráð fyrir áframhaldandi vexti eða samdrætti í fasteignasölu í eyjum á næstu mán.?
Ég held að markaðurinn sé kominn í ákveðið jafnvægi í bili og verðleiðrétting hafi átt sér stað og við verðum að selja þetta í kringum 10 eignir á mánuði að meðaltali næstu misseri.  Þrátt fyrir að verðleiðrétting hafi átt sér stað þá er meðalverð fasteigna í Eyjum ennþá undir 100.000 kr. Per fermeter en meðalverð sérbýlis í Rvk. árið 2007 er c.a. 235.000, á Akureyri c.a. 165.000 og í Árborg c.a. 160.000

Hvaða form húsnæðis eru hvað vinsælust hjá fasteignakaupendum?
Það hefur verið mikil aukning á sölu eigna í fjölbýli sem eru einkum þá vestur í bæ og eignir í fjölbýlishúsunum nær bænum eru einnig vinsælar og seljast yfirleitt um leið og þær koma í sölu td. seldust 61 íbúð í fjölbýli árið 2006.  Góð einbýli og raðhús eru einnig vinsæl og hafa selst fljótt.  Svo er mikill áhugi á eignum í Baldurshagahúsinu og þegar búið að selja nokkrar.

Hver er söluþóknun ykkar fyrir einkasölu með skatti og gjöldum?
Samkvæmt nýrri verðskrá þá eru sölulaun í einkasölu 1,2% og gerist ekki lægra í Vestmannaeyjum við þetta bætist virðisaukaskattur.  Fyrir þetta færðu aðgang að þjónustu tveggja lögmanna og tveggja löggiltra Fasteignasala sem hafa langmesta reynslu af öllum þeim fasteignasölum sem starfa í Vestmannaeyjum í dag.  Fasteignasala er ekki eins og bílasala og krefst fagmennsku.  Fasteignasalar á Fasteignasölu Vestmannaeyja hafa selt lang flestar eignir af þeim sem eru starfandi í Eyjum í dag.  Þú færð því mestu þekkinguna, reynsluna og gæðin fyrir ódýrast verð, allt fyrir viðskiptavini okkar.

Hefur verið jafnmikill vöxtur í sölu atvinnuhúsnæða í eyjum og í almennum fasteignum?
Það hefur verið aðeins aukning í sölu atvinnuhúsnæðis en ekki eins mikil og í sölu íbúðarhúsnæðis.

Telurðu að verðgildi fasteigna muni hækka með bættum samgöngum til eyja?
Já alveg örugglega, með bættum samgöngum opnast svo margir möguleikar m.a. hvað varðar atvinnu og almennt frelsi fólks.  Eins og segir í lið 2 hér að framan er meðalverð sérbýlis í Eyjum næstum því helmingi minna en í Árborg!! hvort finnst þér skemmtilegri eða fallegri staður Vestmannaeyjar eða Árborg ég tala nú ekki um eftir nýtt útivistarsvæði og íþróttahöll.?

Ég hvet alla sem eru í kaup eða söluhugleiðingum að kíkja til okkar ef þá vantar leiðbeiningar eða ráðgjöf, ég get fullvissað menn um það að á fáar fasteignasölur á landinu hafa yfir eins mikilli þekkingu og reynslu að ráða eins og á fasteignasölu Vestmannaeyjar (við erum til húsa á 2. hæð í Glitni banka að Kirkjuvegi 23.)

Svör Guðjóns Hjörleifssonar http://www.heimaey.net/

Hversu mikið hefur fasteignamarkaðurinn stækkað í Eyjum síðustu 12.mánuði?
Ég er að byrja í þessu, en eftir að hafa fylgst með þeirri hreyfingu sem er á íbúðamarkaðnum þá er ég sannfærður um að hann hefur stækkað mikið.  Eins og fram kemur í svari mínu hér að neðan, þá er eyjafólk sem er að eignast sína fyrstu íbúð 2ja til 3ja herbergja, í samkeppni við fólk ofan af fastalandinu, sem gerir tilboð í íbúðir eingöngu með því að skoða þær á netinu. Kannski minnkar þetta með hækkandi fasteignaverði hér í Eyjum. Ég tel að það  sé jafnvel að koma grundvöllur fyrir byggingu á einu til tveimur nettum fjölbýlishúsum.

Gerið þið ráð fyrir áframhaldandi vexti eða samdrætti í fasteignasölu í eyjum á næstu mánuðum?
Það á eftir að verða meiri vöxtur á fasteignamarkaðnum. Samfélag okkar er sterkara en oft áður, meiri jákvæðni, miklar fjárfestingar í atvinnulífi, sterk staða bæjarsjóðs og svona mætti lengi telja.  Jafnframt eru það fleiri sem búa á fastalandinu sem telja íbúð í Eyjum góðan fjárfestingakost, og eru að velja á milli að eiga íbúð hérna frekar en sumarbústað.  Ég hef orðið mikið var við þetta t.d. hjá golfáhugamönnum sem vita það að golfvöllurinn í Eyjum er sá besti á landinu í dag. Allt sem að framan er talið mun hafa jákvæð áhrif á vöxt á fasteignamarkaðnum. Ég væri ekki að stofna fyrirtæki í Eyjum ef ég hefði ekki trú á þessari þróun.

Hvaða form húsnæðis eru hvað vinsælust hjá fasteignakaupendum? 
Ég á erfitt með að svara þessu þegar ég er nýbúinn að opna, en eignir sem fara á sölu og þarf lítið sem ekkert að gera fyrir þær fara fljótt, sama hvort það eru blokkaríbúðir, par-rað- eða einbýlishús.  Aftur á móti eru tækifæri  fyrir laghenta að kaupa hús sem þarfnast viðhalds, endurbæta þau og selja aftur á markaði.

Hver er söluþóknun ykkar fyrir einkasölu með skatti og gjöldum?
Ég ákvað að auglýsa á baksíðu Vaktarinnar mína gjaldskrá.  Hún þarf að vera sýnileg.  Ég tók þá afstöðu þar sem fasteignamarkaðurinn hefur hækkað mikið að koma til móts við seljendur fasteigna og í stað þess að vera með prósentur þá valdi ég þá leið að vera með fasta lága söluþóknun, og hafði sett upp 6 verðflokka og auglýsti ég þá einnig í glugga á skrifstofu minni. Man ég ekki eftir að þetta hafi verið gert áður.  Ég hef greinilega hrist upp í fasteignasölum hér í Eyjum, því önnur fasteignasalan hefur lækkað sig úr 1,7% í 1,2%.  Ég hef því ákveðið að vera með 1,1% söluþóknun fyrir einkasölu fasteigna.  Þetta er lægsta söluþóknun í Eyjum og ég er mjög sáttur að með stofnun Heimaeyjar ehf. skulu eyjamenn greiða töluvert lægri söluþóknun en þau gerðu áður, því það eru ekki líkur á því að þessi lækkun hefði annars komið.

Hefur verið jafnmikill vöxtur í sölu atvinnuhúsnæða í Eyjum og í almennum fasteignum?
Vöxturinn hefur verið meiri á almenna fasteignamarkaðnum. Það er líklegra að sumt af því atvinnuhúsnæði sem er til sölu í dag sé selt á undirverði.
 
Telurðu að verðgildi fasteigna muni hækka með bættum samgöngum til eyja?
Það eru allar forsendur fyrir því að með bættum samgöngum, þá styrkist allt hér í Eyjum.  Sú styrking mun hafa jákvæð áhrif á allt hérna í  Eyjum, og að sjálfsögðu mun fasteignaverð hækka hér, annað væri óeðlilegt.

www.eyjar.net þakkar Helga og Guðjóni fyrir að gefa sér tíma að svara spurningum okkar
– Ekki bárust svör við spurningunum frá Domus Fasteignasölu

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 18 Tbl
18. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst