Í Morgunblaðinu í gær laugardag var auglýst eftir seljendum að stofnfé í Sparisjóði Vestmannaeyja. Sparisjóðir landsins eru að ganga í gegnum miklar breytingar, sumum sparisjóðum hefur verið breytt í hlutafélög og aðrir hafa sameinast í stærri einingar.
Hver er staða Sparisjóðs Vestmannaeyja?
Vikublaðið Vaktin skýrði frá því rétt fyrir verslunarmannahelgina síðustu að fjársterkir aðilar væri að falast eftir stofnfjárhlutum núverandi stofnfjárhafa í sparisjóðnum. Mikil umræða fór af stað í Vestmannaeyjum enda á þeim tíma ekki langt frá því að reynt var að ná yfirtöku á Vinnslustöðinni.
Gefum okkur það að stofnfjáreigendur Sparisjóðsins séu tilbúnir að selja sína hluti, eiga þeir þá að njóta góðs af rekstri sparisjóðsins eða er þeirra eign ekkert umfram það sem þeir lögðu inn sem stofnfé? Er Sparisjóður Vestmannaeyja með mikið fé sem gæti kallast fé án hirðis?
Eru breytingar slæmar?
Sparisjóður Vestmannaeyja hefur stækkað á síðustu árum og eru hann með sterka stöðu á suðurlandi og því er vænlegt fyrir t.d. SPRON eða BYR að reyna að stækka sitt svæði til suðurs með því að sameinast Sparisjóði Vestmannaeyja.
Gefum okkur að sú staða kæmi upp að Sparisjóður Vestmannaeyja myndi sameinast öðrum sparisjóði og yrði partur af stærri einingu. Væri það slæmt fyrir viðskiptavini sparisjóðsins?
Breytingar eru oft til góða fyrir alla, starfsfólk, viðskiptavini og samfélagið í heild. Ég geri fastlega ráð fyrir því að áður en árið endar verða einhverjar breytingar á Sparisjóði Vestmannaeyja. Hverjar þær verða og í hvaða átt get ég ekkert sagt til um, en spennandi verður að fylgjast með þessu máli á næstunni. Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja hefur ráðið til sín lögfræðing til að fara yfir stöðu sparisjóðsins og má gera ráð fyrir því að hann tilkynni tillögur sínar á aðalfundi Sparisjóðsins seinna á þessu ári.
www.eyjar.net ætlar að fjalla um málefni Sparisjóðs Vestmannaeyja á næstu dögum.
Segðu þína skoðun á málefnum Sparsjóðsins á www.eyjar.net/spjall
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst