Á laugardaginn var auglýst í Morgunblaðinu eftir stofnfé til kaups í Sparisjóði Vestmannaeyja og kom fram í auglýsingunni að hagstæð kjör væru í boði fyrir stofnfjáraðila.
www.eyjar.net höfðu samband við auglýsenda sem vildi ekki gefa upp nafn sitt en sagðist vera fjárfestir sem hefði trú á Sparisjóðnum í Vestmanneyjum og því væri verið að sækjast eftir þessum stofnfjárhlutum.
Aðspurður um fjölda stofnfjáreigenda sem hefðu haft samband vildi viðkomandi lítið tjá sig um þann fjölda en samkvæmt heimildum www.eyjar.net eru það þó nokkrir sem hafa haft samband og lýst yfir áhuga að selja.
Ekki fékkst gefið upp kaupverð á stofnfjárhlutunum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst