www.eyjar.net heldur áfram að heyra í brottfluttum eyjamönnum bæði innanlands sem og erlendis með þeim tilgangi að fá að vita hvar þau eru stödd í lífinu og hvaða viðhorft þau hafa til Vestmannaeyja.
Að þessu sinni heyrðum við í Björk Guðnadóttur en Björk er búsett í Reykjavík sem stendur.
Nafn:
Björk Guðnadóttir (1978)
Fjölskylduhagir:
Bý með sjálfri mér.
Atvinna og menntun:
Ég kláraði Tölvu- og Upplýsingatæknifræði í HR og er nú að klára kennsluréttindin í KHÍ. Ég starfa hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins sem þjónustustjóri UTS (upplýsingatæknisviðs).
Búseta:
Reykjavík
Mottó:
Koma fram við náungan eins og þú vilt að komið sé fram við þig.
Ferðu oft til Eyja ?
Já ég mundi segja það, ég var t.d. meira og minna flestar helgarnar í eyjum í sumar. Enda stöðug eitthvað um að vera allt sumarið.
Telurðu það hafa mótað þig sem einstakling að hafa alist upp í eyjum?
Já tvímælalaust, náttúran og samfélagið.
Tenging við eyjarnar í dag:
Fjölskylda, vinir og fullt af ættingjum.
Fylgistu með því sem er að gerast í eyjum ?
Já mjög vel.
Hvernig finnst þér staða Vestmannaeyja í dag?
Ég kýs að vera bjartsýn og finnst margt vera á uppleið. En það er alltaf eitthvað sem þarf að bæta og má þar nefna fyrst og fremst samgöngurnar.
Hvar finnst þér sóknarfærin liggja fyrir Vestmannaeyjar?
Þau eru fyrst og fremst í bættum samgöngum. Ég tel einnig að fyrirtæki sem eru framarlega í upplýsingatæknigeiranum geti vel gengið í Eyjum líkt og í Reykjavík.
Sérðu fyrir þér á næstu árum að flytja til eyja?
Mig langar alltaf „heim“ en því miður sé ég ekki fram á að það sé að fara að gerast, atvinnutækifærin eru ekki mörg eins og staðan er í dag. Ég hugsa samt að það verði seint að ég afskrifi flutninga til eyja.
Gætirðu hugsað þér að stofna og reka fyrirtæki í vestmanneyjum?
Nei, fyrirtækjarekstur hefur aldrei heillað mig.
Ef að Eyjamenn þyrftu að fjármagna göngin að hluta til, myndirðu kaupa hlutafé í göngunum?
Ekki spurning.
Eitthvað að lokum?
Til hamingju með flottan vef: eyjar.net og gott framtak.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst