Eftir bræluna í gær var trollinu kastað og híft svo í morgun um 200 tonn, þannig að kvótinn okkar hér í norsku landhelginni er búinn. Þá þurfti að kalla gæsluna um borð til að mæla aflann o.fl. einnig að athuga hvort allt væri löglegt hjá okkur sem og er eins og alltaf.
Þá lá leið okkar í smugana aftur og var kasta hér í smuginni um kvöldmat og kemur svo í ljós hvernig það gengur. Annars erum við búnir að frysta nálægt 100 tonnum og höfum tæp 200 tonn í tönkum. Svo eru hérna nokkrar myndir frá í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst