Sóknarfærin liggja meðal annars í því að bæta og efla Rannsóknarsetrið í Vestmannaeyjum.
8. október, 2007

www.eyjar.net heldur áfram að heyra í brottfluttum eyjamönnum bæði innanlands sem og erlendis með þeim tilgangi að fá að vita hvar þau eru stödd í lífinu og hvaða viðhorft þau hafa til Vestmannaeyja.

Að þessu sinni heyrðum við í Jóhanni Erni Friðsteinssyni en Jóhann Örn er búsettur í Þrándheimi í Noregi. Jóhann Örn stundar þar nám í jarðverkfræði með áherslu á jarðgangnagerð.

Nafn:
Jóhann Örn Friðsteinsson (1978)
 
Fjölskylduhagir
Er í sambúð með Kristjönu Hildi Kristjánsdóttur, ættaðri úr Aðaldal og á tvær dætur, Freyju Maríu fædda 2004 og Ásdísi Ernu nokkra mánaða.
 
Atvinna og menntun:
Útskrifaðist með B.s. gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands 2001. Vann síðan hjá Almennu verkfræðistofunni í 5 ár og stunda nú nám í Jarðverkfræði með áherslu á jarðgangnagerð við Norges Tekniske-Naturvitenskaplige Universitet (NTNU) í Þrándheimi.
 
Búseta:
Bý í Þrándheimi í Noregi
 
Mottó:
Þetta reddast er mitt mottó og síðan skila ég sjaldan af mér verkefni án þess að vera alveg fullkomlega sáttur við það.
 
Ferðu oft til Eyja ?
Ég get því miður ekki sagt það. Fór orðið allt of sjaldan áður en ég flutti til Noregs, kannski 2-3 sinnum á ári.
 
Telurðu það hafa mótað þig sem einstakling að hafa alist upp í eyjum?
Já að miklu leyti, held að ég hefði nú ekki haft svona mikinn áhuga á náttúrufræðum ef ég hefði alist upp á mölinni.

Tenging við eyjarnar í dag:
Foreldrar mínir, amma og afi ásamt frændum og frænkum búa í Eyjum, svo eru það náttúrulega hin tilfinningalegu tengsl. Fæ stundum nokkurskonar fortíðarþrá þegar ég hugsa til barnæskunnar.
 
Fylgistu með því sem er að gerast í eyjum ?
Að sjálfsögðu geri ég það. Les vefmiðlana á hverjum degi. Síðan spjalla ég annars lagið við Jóhann Svein og þar fæ ég það sem vantar uppá.
 
Hvernig finnst þér staða Vestmannaeyja í dag?
Samgöngumálin eru gjörsamlega í lamasessi, allt er einhvern vegin svo staðnað og ekkert gerist fyrr en þessu verður kippt í liðinn. Það eru allir að bíða. Annars finnst mér fólk almennt vera bjartsýnna en áður.

Hvar finnst þér sóknarfærin liggja fyrir Vestmannaeyjar ?
Vísindin efla alla dáð. Sóknarfærin liggja meðal annars í því að bæta og efla Rannsóknarsetrið í Vestmannaeyjum. Það eru fáir staðir á landinu betur til þess fallnir til að stunda rannsóknir á lífríki sjávar. Efla mætti einnig framhaldsskólann og athuga grundvöll fyrir heimavist, hefur eflaust eitthvað verið spáð í það.  Svo er það náttúrulega ferðaþjónustan og allur sá pakki, gera út á náttúruna og nýja hraunið. Er ánægður með Pompei norðursins verkefnið. 

Hvernig sérðu næstu 10 ár í þróun eyjanna?
Stórbættar samgöngur, ÍBV fær 3 stig úr öllum viðureignum við KR, frá og með 2009. Sameining grunnskólanna (held að það verði hitamál J, eða er það búið). Veit ekki hvernig skerðing þorskkvótans mun hafa áhrif á atvinnulíf en þetta reddast allt saman.

Sérðu fyrir þér á næstu árum að flytja til eyja? 
Ég býst ekki við því nei. Ég ætla mér að vinna við eitthvað tengt jarðgangnagerð en svo er víst ekki á dagskrá á stór Vestmannaeyjasvæðinu.
 
Gætirðu hugsað þér að stofna og reka fyrirtæki í vestmanneyjum?
Nei, ég hef svo afskaplega lítið vit á markaðsfræði, viðskiptafræði og hvað sem þetta nú heitir að ég færi væntanlega strax á hausinn eða þá tekinn í gegn af skattinum.

Ef að Eyjamenn þyrftu að fjármagna göngin að hluta til, myndirðu kaupa hlutafé í göngunum ?
Það fer eftir því hvað kæmi í ljós í rannsóknum, hverjir myndu hanna göngin og hafa eftirlit með framkvæmdum. 
 
Eitthvað að lokum ?
Ég ætla að nota tækifærið og senda kveðju til ömmu Toddu og afa Fúsa og svo náttúrulega… Áfram Týr.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 18 Tbl
18. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst