Útlönd
8. október, 2007

Áðan þegar ég fór útí búð þá varð mér hugsað til samtals sem átti sér stað milli nokkurra fjölskyldumeðlima minna útí Danmörku um daginn, umræðuefnið var “að búa í útlöndum”.

Þetta byrjaði með því að fyrsta ræðukona sagðist ekki geta flutt til útlanda því að hún gæti ekki drukkið mjólkina þar og það vantaði alla Íslensku hlutina sem að hún væri vön og þetta væri eitthvað svo flókið allt saman.
Ég náttúrulega hokinn af reynslu af því að búa útí í hinum stóra heimi fór að sjálfsögðu að reyna að sannfæra hana um að þetta væri enú ekki mikið mál, tæki smá tíma að læra inná hlutina og svo kæmi þetta allt með tímanum og sagði nokkrar reynslusögur til að sanna mál mitt. Það var ekki flókið að búa í Namibíu því þar er enska opinbert tungumál svo ég vissi alltaf hvað ég var að kaupa þar.
Í Marokkó var þetta aðeins flóknara því Arabíska er nú ekki beint tungumál sem að maður lærir 1,2og3 enda var ekkert keypt þar nema við þekktum það á umbúðunum einhversstaðar annarsstaðar frá og var nú ekki úrvalið mikið.  Hér aftur á móti er stórt mall við hliðina á þar sem að ég bý og vöruúrvalið mikið. Ég hef ekki lent í miklum vandræðum við að versla þar þó að þeir lími miða á Litháensku með innihaldslýsingu yfir ensku lýsinguna svo stundum veit ég ekki hvað ég er að kaupa. Þetta á sérstaklega vel við þegar ég kaupi álegg, það er náttúrulega allt á Litháensku á þeim umbúðum og ég kaupi það sem að lítur vel út og er búinn að smakka nokkur og ekkert verið vont hingað til en ég veit ekkert úr hverskonar kjöti það er gert og kannski bara best að vita það ekki !!!!!!!
Kjötborðið sem er nokkuð stórt og vel búið er svo allt annar handleggur, ég bíð eftir að einhver byrji að vinna þar sem talar ensku áður en ég ræðst á það, hef keypt kjúkling þar, læt það duga í bili. Ég kom með fulla körfu af ávötum og grænmeti áðan á kassann og týni allt uppá færibandið og konana byrjar að skanna þetta allt inn en þegar hún kemur að kokteil tómötunum þá stoppar allt. Þeir voru eitthvað vitlaust merktir og hún fer eittthvað að reyna að tala við mig á Litháensku en ég segi henn að ég tali ekki sama mál og hún en hún lætur ekki segjast og heldur áfram en skilur svo loksins að ég er ekki að skilja hana. Hún kallar á öryggisvörð til að líta eftir mér og hverfur svo með kokteiltómatana mína og ég stend eftir einsog illa gerður hlutur. Hún birtist svo aftr eftir nokkrar mínútur sem mér fannst vera einsog heil eilífð og þá var hún búin að redda tómötunum og hélt áfram þar til að hún kom að paprikunum sem að voru 3 litir saman í poka og greilnilega ekki nógu vel merkt og ekkert gerðist þegar að hún reyndi að skanna. Hún leit á mig og útúr augnaráðinu las ég “hvaða rugl vörur ert þú að kaupa ungi fallegi maður” með svip sem að hefði getað drepið mann en til allrar hamingju þá gat stelpan á næsta kassa reddað þessu svo að ekki þyrfti að kalla á öryggisvörðinn aftur og hún þyrfti að hverfa og redda málinu í grænmetisdeildinni. ég borgaði svo bara og brosti mínu fallegasta ti lhennar en því brosi var ekki svarað með brosi. Segiði svo ekki að það sé ekki gaman að búa í útlöndum, ef að þetta hefði verið á Íslandi þá hefðum við bara spjallað saman og reddað málinu og allir verið vinir og ég ekki getað sagt frá neinu. Héðan í frá ætla ég bara að kaupa hluti sem að eru vel merktir og fara á kassa þar sem að það er ung stelpa að afgreiða því að hún skilur líklega einhverja ensku og þá fæ ég kannski ekki svona augnaráð aftur. Mér varð svo um að ég dreif mig bara heim og gleymdi að fara í aðra búð sem að ég ætlaði í. Nú ætla ég að fara að elda pulsur sem að ég veit ekkert úr hverju eru búnar en þær smakkast samt vel, hef prófað þær áður.  

Alltaf fjör í útlöndum
INGI

http://demantaleit.spaces.live.com/

  

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 18 Tbl
18. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst