Á einum besta veitingastað landsins Vox á Hilton Hótel Reykjavík er nú boðið upp á reykta ýsu á matseðlinum þeirra og er reykta ýsan framleidd af Grími Kokk og hans starfsfólki í eyjum. Veitingastaðurinn Vox er einn af albestu veitingastöðum landsins og er þetta mikil viðurkenning fyrir vörur Gríms.
“Við erum mjög stoltir að Vox velji okkur sem stamstarfsaðila í að útvega þeim hráefni. Þetta eru bestu meðmæli sem við getum fengið fyrir reyktu ýsuna okkar” sagði Grímur Kokkur.
Vörur Gríms hafa notið mikillar velgengni frá því að framleiðsla á þeim hófst og er t.d. boðið upp á grænmetisbuff frá Grími á Saga Class farrými Icelandair.
Eins og sjá má á matseðlinum á Vox þá eigna þér sér ekki heiðurinn af ýsunni heldur merkja þeir hana á matseðlinum framleiðandanum og auglýsa því um leið nafn Gríms og fyrirtæki hans.
Matseðill Vox veitingahús.
ELDHÚS VOX LEGGUR ÁHERSLU Á STAÐBUNDIÐ ÍSLENSKT HRÁEFNI SEM OKKAR NÁTTÚRA HEFUR UPP Á AÐ BJÓÐA…
SKELFISKUR
HUMAR, HÖRPUSKEL OG RÆKJA. LÉTT ELDUÐ OG BORIN FRAM MEÐ SÚRMJÓLKURFROÐU, MYSUHLAUPI, GRAFINNI AGÚRKU OG SÓLSELJU
ALTA VISTA TORRONTÉS PREMIUM ´06
MENDOZA – ARGENTÍNA
(AUKAGLAS 1.100)
REYKT ÝSA
REYKT ÝSA FRÁ GRÍMI GÍSLA BORIN FRAM MEÐ NÝUM KARTÖFLUM FRÁ FLJÓTSDALSHÉRAÐI, SKESSUJURT OG ÍSLENSKU SMJÖRI
CLOUDY BAY CHARDONNAY ´04
MARLBOROUGH – NÝJA SJÁLAND
(AUKAGLAS 1.500)
„GÆSALAPPIR”
GÆSALÆRI STEIKT OG SOÐIÐ Í JACOBSEN BROWN ALE OG BORIÐ FRAM MEÐ RÓTARGRÆNMETI OG JARÐSKOKKA-FROÐU OG BRENDUM LAUK
OVIDIO CENCIBEL CRIANZA BODEGAS BERNAL ´03 LA MANCHA – SPÁNN (AUKAGLAS 1.200)
VILLIGÆSABRINGA
GÆSABRINGA GLJÁÐ Í KRÆKIBERJASAFA MEÐ KÖRFUKÁLI TOPPAÐ MEÐ SELLERI OG KÖRFUKÁLSMAUKI, SÝRÐUM OG GLJÁÐUM PERLULAUK. FRAMREITT MEÐ SYKURBRÚNUÐ KARTÖFLUM, Á HINN NÝJA MÁTA
KANONKOP PAUL SAUER ´03
STELLENBOSCH – SUÐUR AFRÍKA
(AUKAGLAS 1.500 )
HRÍSGRJÓNAVELLINGUR
HRÍSGRJÓNAVELLINGUR OKKAR TÍMA. MEÐ AÐALBLÁBERJUM, KANILSYKRI OG ÍS-KALDRI MJÓLK..
HEIMALAGAÐ HVÍTT GLÖGG
VOX – REYKJAVÍK – ÍSLAND
(AUKAGLAS 900)
ELÍSABETH ALBA VALDIMARSDÓTTIR VÍNÞJÓNN VOX HEFUR SÉRVALIÐ VÍNIN MEÐ HVERJUM RÉTTI…
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst